Reglur Landsmóts ÆSKÞ

  1. Munum gullnu regluna og förum eftir henni
  2. Umgengni lýsir innri manni. Göngum um allt húsnæði með virðingu. Valdi þátttakandi skemmdum á húsnæði og/eða eigum Vatnaskógar, ÆSKÞ eða annarra er honum gert að bæta tjónið. 
  3. Á auglýstum kyrrðartíma eiga allir að vera komnir á sína svefnstaði og forðast læti. 
  4. Skyldumæting er á alla auglýsta dagskrá mótsins nema annað sé sérstaklega tekið fram. 
  5. Þátttakendum ber að hlýða leiðtogum og starfsfólki. 
  6. Orkudrykkir eru stranglega bannaðir á landsmóti. 
  7. Vegna algengis bráðaofnæmis fyrir hnetum eru hnetur og matvörur sem innihalda hnetur (s.s. Snickers) ekki leyfðar á mótinu
  8. ÆSKÞ ber ekki ábyrgð á verðmætum (s.s. símum, spjaldtölvum, fartölvum, farangri eða öðru) sem þátttakendur eða leiðtogar taka með sér á mótið. 
  9. Meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna er óheimil á landsmóti. Haft verður skilyrðislaust samband við forráðamenn þeirra sem brjóta þessa reglu og viðkomandi sendur heim á þeirra kostnað. 
  10. Reykingar, rafrettur eða notkun hverskonar tóbaks og munnpúða er bannað á mótinu. Við fyrsta brot verður haft samband við forráðamenn. Við annað brot verður viðkomandi sendur heim á eigin kostnað/ kostnað forráðamanna.