Landsmót ÆSKÞ 2025

í Vatnaskógi

Landsmót er fyrir unglinga í 8.- 10. bekk (fædda 2009-2011). Leiðtogar sem

koma með hópa skulu hafa náð 18 ára aldri þann 21. mars 2025. Þátttaka á landsmóti

er mikil lyftistöng fyrir æskulýðsstarfið ı́ söfnuðinum. Yfirskrift landsmóts ı́ ár er:

Sælir eru …

Fjallað verður um Sæluboðin í orði og verki. Boðið verður uppá smiðjur sem fjalla um hvað það er sem lætur einstaklingnum líða vel. Vinátta, heilsa, hreyfing, trúarlíf, hvíld, sköpun og margt margt fleira eru allt hlutir sem auka hjá okkur og öðrum sælu.

Hvað er að vera friðflytjandi, hjartahreinn, hógvær og miskunnsamur?

Saman með kærleika, umhyggju og virðingu getum við fundið nýja styrkleika, skemmtun og skilning á okkur sjálfum og hjá hvert öðru og í umhverfinu okkar.

Hæfileikakeppni verður á sínum stað og nýjung í ár: Hönnunarkeppnin ÆskuList. Keppnin snýst um það að hvert æskulýðsfélag getur skráð sig til þátttöku og hannar og kemur með flík, fatnað eða búning, listaverk eða hlut. Keppnin fer fram á Landsmóti með sýningu og kosningu dómnefndar. Þessi nýjung er tilkomin til auka á fjölbreytni dagskrárliða og til að koma til móts við enn fleiri áhugasvið unglinganna. Með þessu erum við að opna á möguleika þess að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín og gera undirbúning hópanna ánægjulegri.

Litur Landsmóts 2025 er Appelsínugulur og verður liturinn meginþema Hæfileikapenninar og ÆskuList.

SKIPULAGIР

ÆSKÞ sér um framkvæmd mótsins. Skipulagning er ı́ höndum mótsnefndar. Þá spila sjáldboðaliðar sem og allir leiðtogar mótsins stórt hlutverk ı́ framkvæmdinni. 

Við hlökkum til þess að starfa með ykkur á mótinu og eiga ánægjulega helgi saman. 

Fyrir hönd ÆSKÞ er ábyrgðaraðilli mótsins Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir, gjaldkeri ÆSKÞ, sími 6622050, netfang: steinunnanna@kirkjan.is 

Mótstjóri er Eygló Anna Ottesen. 

GISTING 

Gist verður ı́ sumarbúðunum í Vatnaskógi.  Þátttakendur og leiðtogar þurfa að hafa með sér svefnpoka og kodda, eða sæng, lak og kodda. Vegna fjölda skráninga er nauðsynlegt að nýta plássið vel. Raðað er ı́ herbergi eftir hópum og munu æskulýðsfélögin gista saman ı́ herbergi, ýmist ein eða með öðrum æskulýðsfélögum. Skipuleggjendur mótsins sjá um að raða niður í herbergi og verða þau kynjaskipt.  

MATUR 

Fyrsta máltı́ðin á mótinu er á föstudagskvöld og þvı́ þurfa þátttakendur að kaupa sér mat eða taka með nesti ef langt er að keyra. Athugið að mikilvægt er að upplýsa landsmótsnefnd um fæðuofnæmi við skráningu þar sem slı́kar upplýsingar þurfa að liggja fyrir tı́manlega fyrir kokkana. Sı́ðasta máltı́ð á mótinu er hádegismatur á sunnudegi. Þátttakendur sem fara langa leið fá létt nesti með sér ı́ rúturnar. Gera þarf ráð fyrir nestisstoppi á lengri ferðum. Matmálstı́mar verða nánar auglýstir sı́ðar.  

OFNÆMI 

Landsmótið er HNETULAUST, vinsamlega auglýsið það vel fyrir þátttakendum. (Athugið að margar tegundir af súkkulaði, próteinstykkjum og bakkelsi innihalda hnetur). 

MÓTSSTAÐUR 

Dagskrá mótsins fer fram ı́ sumarbúðunum í Vatnaskógi  

INNRITUN Á MÓTSSTAР

Við komu á Landsmót þurfa leiðtogar/prestar að byrja á þvı́ að innrita sinn hóp. Fyrir brottför prenta þeir út innritunarlista ı́ skráningarkerdinu og merkja við þá þátttakendur sem eru mættir. Við innritun fást adhent armbönd, hálsbönd leiðtoga, vaktaskrár og ̈onnur gögn.  

DAGSKRÁ MÓTSINS 

Dagskrá mótsins er ı́ mótun og verður nánar auglýst sı́ðar. 

BALLIÐ verður að sjálfsögðu á sı́num stað. Við erum að ganga frá samningum við tónlistarfólk og gerum ekki ráð fyrir öðru en blússandi stemningu og frábæru stuði. Tónlistarmenn og DJ munu svo sjá um að halda stuðinu gangandi ı́ öðrum dagskrárliðum. Á meðan á́ ballinu stendur verður einnig ı́ boði hvı́slhorn, spil og video. 

Við hvetjum leiðtoga og foreldra að ræða við unglingana um hverskonar klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni og að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfan sig og þannig að viðkomandi lı́ði vel. Þá er einnig gott að hafa ı́ huga að vera ı́ þægilegum skóm á ballinu.  

HÆFILEIKAKEPPNIN er af mörgum talin einn af hápunktum landsmóts enda hefur keppnin vaxið mikið sı́ðastliðin ár. Í ár lı́kt og sı́ðustu ár verður forkeppni. Þvı́ þurfa öll atriðin sem keppa eiga ı́ hæfileikakeppninni að skila sér til dómnefndar eigi sı́ðar en 16. mars.  

HÖNNUNARKEPPNIN ÆSKULIST 

ÆskuList er nýjung á Landsmóti í ár. Um er að ræða hönnunarkeppni þar sem æskulýðsfélögum gefst tækifæri til að leyfa sköpunargleðinni að flæða. Hægt verður að taka þátt í keppninni með flík, búning, listaverki eða hlut – svo lengi sem það sé hannað og útbúið af æskulýðsfélaginu. 

Dómnefnd mun dæma í keppninni og verðlaun verða veitt. 

ÆskuList keppnin fer fram á laugardeginum. Hvert æskulýðsfélag fær 2-3 mínútur til að sýna sína hönnun og kynna hana. 

Dómnefndin mun horfa til framsetningar, útlits, frumleika, tengingar við þema og mótslit, samvinnu og hugmyndarvinnu. 

ÞEMAÐ  

Þema Landsmóts 2025 er: Sælir eru … 

Í ár munum við fjalla um sæluboðin og fjalla um það hvað það sé sem veitir einstaklingnum sælu. Við munum kynnast okkur sjálfum í gegnum leiki, verkefni og listir. Boðið verður uppá stöðvar sem beinast að kjarna þess sem allir þurfa til að öðlast hamingjusamt líf. Kærleikur, umhyggja og virðing verða í fyrirrúmi.  

Við viljum minna á að það er svo margt sem við getum gert sem veitir okkur gleði og hamingju. Á þessu móti munum við læra að treysta okkur sjálfum og þeim sem eru í kringum okkur. Að vinna í hóp reynir á félagsleg samskipti og byggir traust. Við erum sköpunarverk Guðs og líkt og þegar við leggjum okkur fram við að vernda og virða náttúruna þá skiptirmáli að við leggjum okkur fram við að vernda, virða, styrkja og efla okkur sjálf. Við leitum þess sem veitir okkur hamingju.

TÉKK LISTINN 

  • Kynna mótið 

Kynna landsmót í sínum hóp. Gott að senda kynningu heim með unglingunum. Safna hugmyndum fyrir hæfileikakeppnina. 

Til að unglingarnir hafi tíma til að fara heim með leyfisbréf og skila því aftur þar að senda blöðin heim í vikunni 17.-21. febrúar 

  • Senda leyfisbréf heim 

Leyfisbréf er að finna á https://www.aeskth.is/upplysingar/  

  • Hefja fjáröflun. T.d. er hægt að nota www.netsofnun.is, safna flöskum eða halda kökubasar ı́ kirkjunni – fleiri hugmyndir eru á https://www.aeskth.is/fjaroflunarhugmyndir/  

Undirbúa hækileikakeppni 

Ákveða atriði fyrir hæfileikakeppnina. Munið það má bara vera ı́ mesta lagi 3 mı́nútur. Skila þarf inn myndbandi af atriðinu í síðasta lagi 16. mars 2025 

  • Undirbúa ÆskuList 

Í fyrsta skipti í ár verður Hönnunarkeppnin ÆskuList. Hugmyndin er að hópar undirbúi og hanni flík, búning, listaverk eða annan hlut sem sýndur verður á Landsmóti. Með þessari nýjung erum við að opna fyrir fleiri möguleika sköpunargleði unglinganna og leyfa þeim að njóta sín. 

  • Halda foreldrafund 

Sı́ðasti séns að senda unglingana heim með leyfisbréf er í vikunni 17-21 febrúar.. Vill kannski eitthvert foreldrið koma með sem leiðtogi á mótið? Fara yfir dagskrá, mótsreglur og mynda tengls við foreldra. Athugið að í einhverjum tilfellum þurfa þátttakendur að fá frí í skólanum, minnið foreldra á það. 

  • Innheimta staðfestingargjald 

Innheimta staðfestargjald og skrá á landsmót. Sı́ðasti skráningardagur er föstudaginn 1. mars . Staðfestingargjaldið er 8.000 kr og óafturkræft. Ekki ætti að skrá unglingana án þess að þeir séu búnir að greiða staðfestingargjaldið þar sem það getur reynst erfitt að innheimta það sı́ðar ef þeir hætta við. Unglingar greiða staðfestingargjald til sinna leiðtoga sem svo greiða rafræna kröfu frá ÆSKÞ. 

  • Skrá hópinn á landsmót 

Skráning er rafræn á https://www.aeskth.is/skraningar/ Ef leiðtoga vanatar aðgang að skráningarsíðunni vinsamlegast hafið samband við Steinunni: steinunnanna@kirkjan.is  

  • Senda inn atriði í hæfileikakeppnina 

Skila ber atriðum með rafrænum hætti til að betur sé hægt að undirbúa hæfileikakeppnina sjálfa. Senda skal myndband til mótsnefndar annað hvort með tölvupósti, með því að hlaða myndbandinu upp á Youtube og senda link (muna að hafa myndbandið lokað ef sú leið er valin) eða deila á google drive til gjaldkeri@aeskth.is 

Síðasti dagur til að skila inn atriði er 16. mars 

  • Peppa hópinn fyrir ferð á landsmót! 

Mikilvægt er að nýta síðustu fundi fyrir mót til að undirbúa hópinn fyrir ferðina, halda uppi stemmingu og mynda tengls ef unglingar þekkjast ekki vel. Undirbúningur fyrir hæfileikakeppni og hönnunarkeppni eru frábærar leiðir til að skapa stemmingu og þjappa hópnum saman 

  • Borga rafræna kröfu staðfestingargjalda 

Rafræn krafa verður send á kennitölu kirkjunnar fyrir greiðslu staðfestingargjalda 3-4 dögum eftir að skráningarfrestur rennur út. Hún er óafturkræf. 

  • Innheimta afganginn af mótsgjaldinu 

Innheimta afganginn af mótsgjaldinu frá þeim sem ætla að taka þátt ı́ mótinu. Þátttakendur greiða mótsgjald til sinna leiðtoga sem sı́ðan greiða rafræna kröfu frá ÆSKÞ að móti loknu. 

  • Leggja af stað á landsmót! 

Lagt af stað á landsmót. Brottfara tı́mar auglýstir þegar nær dregur. 

Muna að njóta í botn! 

  • Svara könnun um landsmót 

Kemur inn sı́ðar. 

Borga rafræna kröfu 

Rafræn krafa fyrir greiðslu mótsgjalda þátttakendanna og leiðtoga send á kennitölu kirkjunnar. Mikilvægt að greiða hana strax til þess að ÆSKÞ geti greitt reikninga vegna mótsins.