SJÁLFBOÐALIÐAR 

Þeir ungleiðtogar sem eru 17 ára (f. 2008) og þvı́ ekki með aldur til að starfa sem leiðtogar á mótinu geta sótt um að vera ı́ sjáldboðaliðahóp landsmóts. Einnig geta leiðtogar sem eru eldri en 17 ára sótt um að vera ı́ þessum hópi ef þeir eru ekki að fara með hóp á landsmót. 

Sjálfboðaliðar skuli skila inn umsókn til mótsstjórnar ÆSKÞ eigi síðar en 22. febrúar 2025. Í umsókn þarf að koma fram nafn, aldur, kirkja sem starfað er í og meðmælandi. Leiðtogar sjálfboðaliða þurfa að treysta þeim fyrir því hlutverki að koma á mótið og taka þar þátt sem sjálfboðaliðar. Sjálfboðaliðar taka þátt í utanumhaldi mótsins með því að stýra leikjum, aðstoða í eldhúsi, hjálpa til á kvöldvökum og við önnur verkefni. Mikilvægt er að sjálfboðaliðar séu tilbúnir í þessa vinnu 

Sótt er um þetta rafrænt á vef ÆSKÞ og opna umsóknir 10. febrúar 2025. Við hvetjum ungleiðtoga af höfuðborgarsvæðinu jafnt sem utan af landi til að sækja um. Það er mikil vinna sem felst ı́ þvı́ að vera sjálfboðaliði á landsmóti en lı́ka afskaplega gefandi. Viðkomandi þarf að búa sig undir mikla vinnu, hjálpa til við uppsetningu á staðnum, þrif og fleira. Ekki komast allir að, þvı́ einungis er hægt að taka inn 10-15 sjálfboðaliða fyrir hvert mót. Umsóknarfrestur sjálfboðaliða er til 22. febrúar 2025. 

Umsóknum sjálfboðaliða skal skilað til gjaldkeri@aeskth.is  

KRÖFUR UM SKIMUN LEIÐTOGA OG SJÁLFBOÐALIÐA 

ÆSKÞ gerir þá kröfu að allir leiðtogar og sjáldboðaliðar sem koma á landsmót hafi farið ı́ gegnum skimun, þ.e.a.s að búið sé að kanna ákveðin atriði varðandi sakavottorð ı́ samræmi við siðareglur vı́gðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar. Það er á á́byrgð kirkju viðkomandi hóps að slı́k skimun hafi farið fram. 

Meðfylgjandi ı́ viðhengi er eyðublað um samþykki um öflun gagna úr sakaskrá.