Yfirskrift landsmóts 2023 er Fögnum fjölbreytileikanum
Síðastliðin ár hefur ÆSKÞ átt gott og farsælt samstarf við Hjálparstarf kirkjunnar í tengslum við landsmót. Unglingarnir á landsmóti hafa látið gott af sér leiða og safnað peningum til góðgerðarmála. Ávöxtur þessa starfs er dýrmætur og það sést best þegar við lítum til baka og sjáum það sem landsmót hefur gefið af sér.
2010 – 75 þrælabörn frelsuð úr skuldaánauð á Indlandi
2011 – Uppbygging á skóla/handavinnustofum sem eyðilögðust í náttúruhamförunum í Japan 2011
2012 – Safnað fyrir hreinu vatni og brunnum í Malaví (safnað var fyrir 2 brunnum, 20 hænum og 18 geitum)
2013 – Safnað fyrir framtíðarsjóð Hjálparstarfs Kirkjunnar. 746.367 kr safnað fyrir fátæk ungmenni á Íslandi.
2014 – Safnað fyrir alnæmisverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. 314.361 kr safnað í alnæmisverkefnið.
2015 – Safnað fyrir Pollasjóð og Hemmasjóð Hjálparstarfs kirkjunnar. 500.000 kr safnað á mótinu. Auk þess safnaði ÆSKA á Austurlandi 250.000 kr í happdrætti fyrir verkefnið. Því söfnuðust alls 750.000 kr í verkefnið.
2016 – Flóttamenn og Fjölmenning: Safnað verður fyrir innan sem og utanlands aðstoð fyrir flóttafólk.
2017 – (ó)nýtt landsmót: Við horfðum til sköpunarverksins og hvað við getum gert til að varðveita það. Við sem kristnir einstaklingar berum ábyrgð á því að varðveita og viðhalda sköpun Guðs og það er skylda okkar að gera allt það sem í okkar valdi er til að skila jörðinni í betra ásigkomulagi en við tókum við henni. Þátttakendur seldu Gjöf sem gefur, gjafabréf Hjálparstarfsins.
2018 – Leikandi landsmót: Í ár horfum við í eigin barm, hver erum við og hvað skiptir okkur máli og hvernig eflum við samskipti okkar við náungan. Margir unglingar glíma við félagslega einangrun jafnvel þó svo að framboð af afþreyingu hafi sjaldan verið meira. Margir sáu tölvur og síma sem lausn, með því að sökkva sér inn í þann heim þarf ekki að takast á við þau fjölmörgu og flóknu verkefni sem félagsleg samskipti eru. Yfirskrift mótsins í ár minnir okkur á lífið og hvað það skiptir miklu máli að geta leikið sér, fjársjóðinn sem fellst í því að vera Guðs barn.
2019 – Skapandi Landsdmót: Í ár horfum til þess sem við getum gert, kraftinn sem býr innra með okkur og æfum okkur í að virkja hæfileikana okkar. Við munum skoða og þroska okkur sjálf í gegnum leiki, verkefni og listir. Hver og einn þátttakandi mun fá tækifæri til að finna hvað hreyfir við sköpunar gleðinni. Við viljum minna á að það er svo margt sem við getum gert sem veitir okkur gleði og hamingju og á þessu móti munum við fagna sköpuninni og fá að skapa sjálf. Þegar við búum eitthvað til þá erum við á sama tíma að opna okkur við þurfum að treysta okkur sjálfum og þeim sem eru í kringum okkur. Að vinna í hóp að skapandi verkefni reynir á félagsleg samskipti og byggir traust.
2020 – Lifandi Landsmót: Árið 2020 hefur boðið uppá ýmsar áskoranir fyrir okkur öll, við höfum þurft að tileinka okkur nýja siði og þekkingu auk þess að kynnast því hvernig er að upplifa vá í nærumhverfinu. Á mótinu í ár ætlum við að fagna lífinu og hittast vera saman, en ekki bara „live“ á netinu. Við munum leggja áherslu á að vera til staðar fyrir hvort annað og bjóða upp á fjölbreyttar samverustundir þar sem allir geta vonandi fundið eitthvað við sitt hæfi.
2023 – Fögnum fjölbreytileikanum
2025 – Sælir eru …