Hraðaspurningar

Krakkarnir standa í hring og eru spurð já og nei spurninga mjög hratt, þau verða að svara strax, ef þau hika eða ef þau svara rangt til, setjast þau niður og bíða eftir næsta leik.  Spyrjandi verður að vera með margar svona spurningar og þær verða að vera smá ruglandi.  Hér gildir hraðinn. Venjuleg spurningarkeppni:  Látið krakkana leysa þrautir áður en þau mega svara, til dæmis púsla saman mynd eða raða stafarugli, reikna eða fara með málshátt.  Fullt til af spurningum í efni frá Kirkjunni sem gefið hefur verið út í gegn um tíðina.