Stólaleikur með öfugum formerkjum
Raðið stólum bak í bak, eins margir stólar eiga að vera og þátttakendur eru margir. Tónlist er spiluð og einn stóll er tekinn í einu. En í stað þess að einn verði úr leik, eiga krakkarnir að troða sér á stólana. Fætur mega ekki snerta gólfið. Gefið þeim tíma til að koma sér fyrir og haldið svo áfram. Hættið áður en leikurinn verður hættulegurJ.
Venjulegur stólaleikur
Raðið stólum í hring eins mörgum og þátttakendur eru. Spilið tónlist og takið einn stól í einu. Sá sem ekki fær stól verður úr, sá sem nær síðasta stólnum vinnur.
Ásadans
Setjið Hjarta, spaða, tígul og laufa ás, eitt spil í hvert horn á herberginu. Spilið tónlist og þegar hún stöðvast eiga allir að velja sér horn til að fara í. Svo er ás dreginn úr bunka og þeir sem eru í horninu þar sem ásinn kemur upp eru úr leik.
Stoppdans
Spilið tónlist, þegar tónlistin stoppar eiga allir að stoppa, sá sem hreyfir sig er úr leik. Líka hægt að láta krakkana setjast niður, sá sem er síðastur að setjast niður er úr leik.