Látið þau gera hið ómögulega…skiptið þeim í hópa, látið hvern hóp hafa þrautablað, þrautirnar geta verið ýmis konar, til dæmis: Finnið ástfangið par (parið verður að skrifa nafnið sitt undir), farið í hús til ókunnugra og fáið að elda hafragraut ( efni í grautinn verður kirkjan að láta krakkana hafa), finnið einhvern sem kann faðir vor, (kvittun hér), finnið 3 bíla sem eru með númeri sem hefur töluna tvo, eða stafinn b eða eitthvað þessu líkt. Finnið tennisbolta. Ekki hafa of margar þrautir hér, því allt tekur tímann sinn.