Peningaleikur
Til þess að spila þennan leik þarf helling af smápeningum. Krakkarnir eru látnir setjast í hring á gólfið og peningarnir settir um allt inn í hringinn. Allir nema 2 eru látnir hafa sokk eða vetnling á hægri hönd (vinstri ef menn eru örfhentir), segið krökkunum að þau megi eiga þann pening sem þau geta safnað en það megi bara nota hægri höndina (eða vinstri fyrir örfhenta). Látið hópinn byrja að safna. Þegar söfnuninni er lokið skoðið þá hver safnaði mestu, ræðið af hverju það var svo og hvernig þeim leið sem voru með sokk á höndinni, hvernig þeim leið sem voru ekki með sokk á höndinni. Ræðið í lokinn mismunandi tækifæri fólks til þess að afla sér lífsviðurværis. Fatlaðir eiga erfiðara og stundum verða leiðtogar heimsins valdir þess að fólk hefur færri tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi.
Kristinn eða ekki kristinn
(Þessi leikur þarf mikið svæði) Útbúið miða, á helmingnum stendur Rómverji á hinum stendur Kristinn. Á einum miða stendur Kristinn og staðsetning á leynistað. Dreyfið miðunum. Hluti hópsins eru þá Rómverjar og hluti eru kristnir. Enginn má í byrjun vita hver er hvað og það borgar sig að hvíslast á. Allir ganga um og spyrja: Ertu Kristinn, sá sem er spurður ræður þá hvort hann svara já eða nei. Ef hann svarar já, og sá sem spurði er Rómverji, þá tekur Rómverjinn hann og setjur í fangelsi. Ef hann svarar nei, láta Rómverjarnir hann í friði. Hinir kristnu ganga líka um og spyrja, ertu kristinn? Markmið þeirra er að reyna að finna leynistaðinn, aðeins einn þeirra veit um leinistaðinn í byrjun enda stendur það á miðanum hans. Til þess að fá að vita hvar leynistaðurinn er þarf viðkomandi að viðurkenna að hann sé kristinn. Sá sem aldrei viðurkennir að vera kristinn mun aldrei komast að leynistaðnum. Hinir kristnu safnast þá saman á leynistaðnum. Þegar allir eru komnir þangað endar leikurinn. Það sem leikmennirnir mega ekki vita í byrjun er að reglulega hrynja fangelsisveggirnir og þá losna þeir úr fangelsinu sem þar dúsa. Ræðið eftirá, hvernig það var að segjast ekki vera kristinn, hvort það skipti þau máli eða hvort það hafi ekki verið neitt mál. Ræðið hversu mikilvægt það er að játa að við trúum á Krist og að maður þurfi ekkert að vera feiminn við það.