(prófið að láta alla nota vinstri hönd).

Skotbolti

(Einn bolti, völlur, ef Jón skítur Gunnar fer Gunnar út af þangað til Jón er skotinn, þá fær Gunnar að fara aftur inná, sá sem er síðastur eftir vinnur, önnur tegund er Setubolti, þá sest Gunnar niður ef Jón skítur hann og má reyna að ná boltanum ef hann kemur til hans.)

Kíló

Líkt hafnarbolta, tvö lið, annað liðið er úti á velli og reynir að ná boltanum, hitt liðið raðar sér í röð og einn í einu tekur boltann fer með hann í hring sem búið er að búa til á vellinum, þaðan reynir hann að kíla boltann eins langt inn á völlinn og hægt er.  Búið er að útbúa völl sem hefur 6 stöðvar til að stoppa á og eitt mark.  Hlaupið er í ferning og endað hjá liðinu.  Boltinn er kíldur af stað og sá sem kíldi hleypur af stað og reynir að komast á næstu stöð, hitt liðið reynir að ná boltanum og kasta til eins liðsmanna sinna sem stendur inni í hring við sama enda vallar og sá sem kílir. Þegar boltinn er kominn í hendur hans, skoppar hann boltanum í jörðina og segir Kíló, þá eru allir þeir sem ekki eru á stöð úr leik.  Ef sá sem kílir kemst ekki alla leið í mark bíður hann á stöð þar til næsti liðsmaður kílir, og reynir þá að komast í mark.  Þegar allir úr liðinu sem kílir eru úr er skipt og þeir fara út á völl.  Eitt stig er gefið fyrir hvern og einn sem kemst hringinn en 3 stig ef einhver kemst hringinn án þess að stoppa.

Brennó

Tvö lið, vellinum er skipt í tvennt, einn úr hvoru liði er kóngurinn.  Kongurinn úr liðinu fer fyrir aftan hitt liðið.  Svo er boltanum kastað í hitt liðið þar til allir nema einn eru komnir til kóngsins.  Þá fer kóngurinn inná og hann hefur 2 líf.  Það lið sem nær að skjóta alla andstæðingana út af, vinnur.

Dodge ball

Tvö lið og 5 boltar, liðin eiga að reyna að skjóta andstæðingana úr.  Ef boltinn er gripinn má sá sem greip kalla einn af liðsmönnunum aftur inná. Það lið sem er fyrra til að skjóta alla í hinu liðinu úr vinnur.  Spilið að minnsta kosti 3 umferðir.