ÆskuList er nýjung á Landsmóti í ár. Um er að ræða hönnunarkeppni þar sem æskulýðsfélögum gefst tækifæri til að leyfa sköpunargleðinni að flæða. Hægt verður að taka þátt í keppninni með flík, búning, listaverki eða hlut – svo lengi sem það sé hannað og útbúið af æskulýðsfélaginu. 

Dómnefnd mun dæma í keppninni og verðlaun verða veitt. 

ÆskuList keppnin fer fram á laugardeginum.

Hvert æskulýðsfélag fær 2-3 mínútur til að sýna sína hönnun og kynna hana. 

Dómnefndin mun horfa til framsetningar, útlits, frumleika, tengingar við þema og mótslit, samvinnu og hugmyndarvinnu. 

Yfirskrift Landsmóts 2025 er: Sælir eru …

Þemalitur Landsmóts 2025 er: Appelsínugulur