Helgistund aðdragandinn
Fyrsta helgistund þessa kvölds fjallar um aðdragandann, pálmasunnudag og fótaþvottinn
Formáli
Stuttu fyrir páska hafði Jesú vakið Lasarus frá dauðum, en sá hafði legið fjóra daga í gröfinni þegar Jesú kom. Lasarus var bróðir Mörtu og Maríu. Fjöldi fólks var samankomin þarna vegna dauða Lasarus. Þegar Faríserarnir fréttu af því sem Jesú hafði gert óttuðust þeir afleiðingar þess ef allur almenningur tæki trú á Jesú og sáu þá fyrir sér að Rómverjar myndu taka yfir þjóðina og tortíma henni. Voru þá rökin að betra væri að einn maður deyi en að þjóðin myndi tortímast.
Eftir þetta og fram að Pálmasunnudegi fór Jesú huldu höfði. En þegar páskar nálguðust fóru Gyðingar að hópast til Jerúsalem til þess að hreinsa sig fyrir páskana. Sex dögum fyrir Páska fór Jesú til Betaníu þar sem Lasarus var. Þegar það fréttist fór fjöldi Gyðinga til Betaníu til að sjá Jesú og Lasarus sem hafði verið vakinn frá dauðum. Sú sýn staðfesti trú margra á Jesú.
Degi síðar fréttist að Jesú væri á leið til Jerúsalem og fangaði mannfjöldin honum ákaflega, tók pálmagreinar og lagði flíkur á veginn, þar sem Jesú kom ríðandi á asna. Og fólkið hrópaði: „Hósíanna! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, konungur Ísraels.“
Biblíutexti: Jóhannesarguðspjall 13. Kafli 1- 16.
1 Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá uns yfir lauk.
2 Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi, syni Símonar Ískaríots, að svíkja Jesú. 3 Jesús vissi að faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara aftur til Guðs. 4 Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. 5 Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum sem hann hafði um sig. 6 Hann kemur þá að Símoni Pétri sem segir við hann: „Drottinn, ætlar þú að þvo mér um fæturna?“
7 Jesús svaraði: „Nú skilur þú ekki hvað ég er að gera en seinna muntu skilja það.“
8 Pétur segir við hann: „Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.“ Jesús svaraði: „Ef ég þvæ þér ekki áttu enga samleið með mér.“ 9 Símon Pétur segir við hann: „Drottinn, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið.“
10 Jesús segir við hann: „Sá sem laugast hefur þarf ekki að þvost nema um fætur.[ Hann er allur hreinn. Og þið eruð hreinir, þó ekki allir.“ 11 Hann vissi hver mundi svíkja hann og því sagði hann: „Þið eruð ekki allir hreinir.“
12 Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og sest aftur niður sagði hann við þá: „Skiljið þér hvað ég hef gert við yður? 13 Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég. 14 Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. 15 Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður. 16 Sannlega, sannlega segi ég yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans né sendiboði meiri þeim er sendi hann. (Jóh.13:3-16)
Hugleiðing
Nú er ekki langt síðan að við lærðum enn betur hversu mikilvægur handþvottur er en aldrei á Covid tímum var talað um mikilvægi fótþvottar enda svo sem ekki algent að fólk sé að bora í nefið með tánum. Í dag er skírdagur, dagurinn ber þetta nafn vegna þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna fyrir síðustu kvöldmáltíðina, en skír í þessu samhengi þýðir hreinn. Að þrífa fætur er ekki bara kósý því fylgir líka nánd, tærnar og iljarnar eru næmar fyrir sertingu enda er fleirum sem kitlar á iljunum en í lófunum. Nú erum við hinsvegar minnt á það þegar Jesú þreif fætur lærisveinana, fæturnir voru án ef ekki hreinir – rykugir og drullu skítugir er sennilega nær lagi. Afhverju ætti þessi mikli maður að þrífa fætur einhvers – var hann ekki yfir slíkt hafinn?
En hann var öðruvísi, hann hóf sig ekki upp yfir aðra, setti sig ekki á háan stall. Hann minnti okkur á að við erum öll jöfn fyrir Guði, jöfn í lífi og dauða. Jesú vissi hversu slæm áhrif það getur haft á samfélag manna þegar fólk hreykir sér upp og gengst upp í því að afla sér virðingar og valds, þegar skör verður á milli manna og ójöfnður eykst. Hvernig áhrif það hefur samkennd og virðingu manna á milli. Og því nýtti hann tækifærið og tók sér starf sem á þessum tíma var helgað þrælum og ambáttum og þreif fætur lærisveina sinna því þannig kenndi hann og sýndi með góðu fordæmi hvernig hinn raunverulegi leiðtogi starfar.
Þessi hæfileiki hans og mannskilningur er einmitt án efa ástæða þess að gjörðir hans tala enn til okkar í dag, því við erum enn að læra að breyta eins og hann og vera honum þóknanleg.
En þetta minnir okkur líka á að þiggja, þiggja aðstoð, samveru og samvinnu og í dag viljum við bjóða ykkur að þiggja þvottinn eins og lærisveinarnir gerðu fyrir svo löngu síðan.
Efni: Bali með vatni og handklæði. (mögulega einnig krem – valkvætt)
Fyrirkomulag: Þátttakendurnir sitja saman inn í kirkju, helst í hring og fara úr sokkunum. Leiðtogarnir ganga á milli þeirra með bala/fötu með volgu vatni og handklæði og þrífa fætur þátttakenda og bera krem eða olíu á fæturna eftir að þeir hafa verið þurrkaðir.