Fréttir

Janúarnámskeiði frestað

Í ljósi hertra sóttvarnarlaga er okkur ekki stætt á að halda fyrirhugað Janúarnámskeið ÆSKÞ  7. - 8. janúar 2022 og er námskeiðinu því frestað um óákveðinn tíma. Það er von okkar að geta haldið staðnámskeið sem allra fyrst með hækkandi sól.  

By |2021-12-23T09:42:57+00:0023. desember 2021 | 09:42|

Janúarnámskeið ÆSKÞ 7. – 8. janúar 2022

  Dagana 7. - 8. janúar 2022 mun ÆSKÞ standa fyrir janúarnámskeiði og árshátíð leiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Viðburðurinn mun fara fram á Hótel Örk í Hveragerði. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn, við hvetjum ykkur til að sameinast í bíla eða nýta strætóferðir. Námskeiðið er hugsað fyrir leiðtoga/djákna/presta í barna og unglingastarfi [...]

By |2021-12-17T17:06:17+00:0017. desember 2021 | 17:00|

BeOne frestað

Ákveðið hefur verið að fresta BeOne vegna breyttrar stöðu Covid - 19 í Evrópu. Ný dagsetning er 23. - 26. janúar 2022. Nánari upplýsingar verða birtar í upphafi nýs árs. Áhugasöm hvött til að sækja um: v.staples@boys–brigade.org.uk

By |2021-12-13T13:00:13+00:0013. desember 2021 | 12:58|

Be One Ecumenical Course

Be One Ecumenical námskeiðið verður að þessu sinni í York á Englandi helgina 20. - 23. janúar 2022. Námskeiðið er fyrir ungmenni á aldrinum 18 - 30 ára en þó er gefinn sveigjanleiki fyrir áhugasama allt að 40 ára. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning: v.staples@boys-brigade.org.uk. Síðasti skráningardagur er 17. desember. Þema námskeiðsins er "Growing an Inclusive [...]

By |2021-11-12T09:27:50+00:0012. nóvember 2021 | 09:27|
Go to Top