Jólakveðja
Kæru félagar, vinir og stuðningsaðilar ÆSKÞ! Megi Guð gefa ykkur gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári! Þökkum fyrir skemmtilegar stundir og samstarf á árinu sem er að líða. Með blessunaróskum fh. stjórnar ÆSKÞ Jóna Lovísa.
Kæru félagar, vinir og stuðningsaðilar ÆSKÞ! Megi Guð gefa ykkur gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári! Þökkum fyrir skemmtilegar stundir og samstarf á árinu sem er að líða. Með blessunaróskum fh. stjórnar ÆSKÞ Jóna Lovísa.
Síðustu tvö ár hefur ÆSKÞ skipulagt spurningakeppnina Jesús lfir í samstarfi við ýmis trúfélög. Þessi keppni er ætluð tíu til tólf ára börnum og hefur svo sannarlega slegið í gegn. Keppnin verður haldin í Reykjavík dagana 2. - 3. apríl 2011. Nokkur æskulýðsfélög Þjóðkirkjunnar tóku þátt í fyrra og er það von okkar að í [...]
Eins og fram hefur komið á síðunni var landsmót ÆSKÞ haldið á Akureyri dagana 15-17. október sl. Á mótið mættu hátt í 700 manns og var gríðarleg ánægja með framkvæmd þess. Myndavélar sáust víða og er lauslega áætlað að um 10.000 ljósmyndir hafi verið teknar á mótinu. Við höfum safnað broti af þeim [...]
Í dag var tekin í notkun ný vefsíða ÆSKÞ. Sú gamla var komin til ára sinna og þótti ekki lengur þjóna hlutverki sínu sem skyldi. Var því ráðist í að útbúa nýja síðu. Hún var unnin af Guðmundi Karli Einarssyni og byggir, eins og margar vefsíður innan Þjóðkirkjunnar, á Wordpress kerfinu. Er það von ÆSKÞ [...]
Um 700 unglingar, sjálfboðaliðar og leiðtogar tóku þátt í landsmóti æskulýðsfélaga kirkjunnar um helgina. Frábær stemming var á mótinu og greinilegt að dagskrá mótsins sem og skipulag var til fyrirmyndar. Tveir þátttakendur mótsins höfðu þetta að segja um upplifun sína: