Fréttir

Landsmót 2023 á Egilsstöðum

FÖGNUM FJÖLBREYTILEIKANUM er yfirskrift landsmóts ÆSKÞ sem verður haldið á Egilsstöðum í ár, helgina 13. - 15. október. Skráning fer fram hjá leiðtogunum í kirkjunum og er skráningarfrestur til 22. september. Við munum æfa okkur í að elska og virða hvert annað bæði að utan sem innan og fagna þeirri fjölbreytni sem er að finna hjá [...]

By |2023-09-05T16:49:00+00:0030. ágúst 2023 | 17:15|

Lifandi leikir / djögl og flæði

Haustnámskeiðið fyrir leiðtoga í barna- og unglingastarfi verður að þessu sinni haldið í Vindáshlíð 8. - 10. september 2023 og er aldurstakmark 18 ára á árinu. Námskeiðið ber heitið: "Lifandi leikir / djögl og flæði" sem er mjög spennandi námskeið i leikja- og viðburðastjórnun. Meginkennari námskeiðsins er Jörgen Nilson, viðburða- og verkefnastjóri Dalama Camp. Hópeflisleikir- ísbrjótar, [...]

By |2023-08-27T13:36:02+00:0027. ágúst 2023 | 13:36|

Gleðigangan 2023

Sviðstexti um atriði ÆSKÞ í Gleðigöngunni 2023   Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar vill draga úr fordómum gegn samkynhneigð sem stundum eru byggðir á kristinni trú. Við teljum að ekki sé hægt að finna grundvöll fyrir því að fordæma sambönd samkynhneigðra í Biblíunni. Fordómar í garð hinsegin fólks birtast í sinni ljótustu mynd meðal trúarbragða og því vill [...]

By |2023-08-11T15:48:58+00:0011. ágúst 2023 | 15:48|

Landsmót 2023 – ekki á Akranesi

Heil og sæl. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður Landsmótið 2023 ekki haldið á Akranesi í haust. Upplýsingar um nýjan landsmótsstað verða settar hér inn á síðuna um leið og hægt verður að staðfesta nýjan mótsstað. Landsmótsnefndin er tekin til starfa og vinnur að vanda að því að skapa fjölbreytt og skemmtilegt landsmót.

By |2023-06-15T15:06:18+00:0015. júní 2023 | 15:06|

Sólveig Franklínsdóttir nýr framkvæmdastjóri

Sólveig Franklínsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri ÆSKÞ. Hún tók við starfinu af Jónínu Sif Eyþórsdóttur 14. apríl s.l., sem er á leið í ársleyfi. Sólveig er lærður markþjálfi og hefur undanfarið ár starfað sem æskulýðsfulltrúi í Fossvogsprestakalli ásamt því að stunda nám í guðfræði við Háskóla Íslands. Sólveig hefur fjölbreytta reynslu af því að [...]

By |2023-04-25T11:34:53+00:0025. apríl 2023 | 11:30|
Go to Top