Fréttir

600 manna Landsmóti 2012 lokið

Í dag, sunnudaginn 28. október, lauk einu stærsta landsmóti sem ÆSKÞ hefur staðið fyrir. 600 unglingar komu saman á Austurlandi, nánar tiltekið á Egilsstöðum, og gerðu kraftaverk. Verkefni helgarinnar var að safna fyrir brunni í Malaví en fólk þar býr við þær aðstæður að þurfa að fara langan veg eftir vatni og því getur brunnur [...]

By |2017-09-18T11:50:05+00:0028. október 2012 | 23:01|

Yfirlit yfir hópastarfið

Hér kemur skemmtilegt myndband með yfirliti yfir hópastarfið á landsmótinu. Við vekjum athygli á því að hópastarfið í ár er með breyttu sniði. Mikill meirihluti hópanna mun á einn eða annan hátt tengjast inn í skemmtilegt Karnival sem við bjóðum íbúum á Austurlandi upp á. Unglingarnir munu bjóða upp á margskonar skemmtun fyrir börnin, baka [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:0025. október 2012 | 14:25|

Brottfarar- og komutímar

Hér má sjá upplýsingar um brottfarartíma á Landsmót 2012. Allar brottfarir eru föstudaginn 26. október og verður komið til baka á sömu staði. Höfuðborgarsvæðið Farið verður frá Digraneskirkju í Kópavogi (sjá kort). Mæting er kl. 07:40 og skulu þátttakendur koma sér þangað. Að móti loknu koma rútur höfuðborgarsvæðisins einnig í Digraneskirkju. Akureyri Farið frá Akureyrarkirkju [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:0024. október 2012 | 13:31|

Landsmótslagið er komið inn á tónlist.is :)

Já,  landsmótslagið Mulungu er komið inn á tónlist.is. Allur ágóði af sölu lagsins fer í hjálparstarfsverkefnið okkar í Malaví. Við hvetjum ykkur öll til að kaupa lagið og leggja málefninu lið :) Svo er svo gaman að geta haft lagið sem hringitón í símanum :) Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að nálgast lagið. [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:0019. október 2012 | 11:21|

Leiðtogafundur v.landsmóts

Í dag kl.17.00 verður leiðtogafundur v.landsmóts í Neskirkju. Fundurinn er í kvenfélagsherbergi í kjallara kirkjunnar, gengið er inn í kjallarann að norðanverðu. Sigríður Rún framkvæmdastjóri ÆSKÞ mun taka á móti leiðtogum. Á fundinum verður farið yfir dagskránna, hvað felst í því að vera leiðtogi á stóru landsmóti og fleira sem tengist mótinu. Þetta er gott [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:0018. október 2012 | 12:12|
Go to Top