Fréttir

Með gleði og fögnuð í hjarta

TTT-mót ÆSKÞ verður haldið í Vindáshlíð í Kjós dagana 15. -16. mars. Yfirskrift mótsins í ár er Með gleði og fögnuð í hjarta. Dagskráin er sambland af fræðslu, leik og helgihaldi eins og hefðir gera ráð fyrir og verður þema mótsins tvinnað inn í dagskránna. Verðið á mótið er 5500kr og er þá allt innifalið, [...]

By |2017-09-18T11:50:02+00:006. febrúar 2013 | 11:36|

Aðalfundur ÆSKÞ

Myndin er af kirkjuþingsfulltrúum á Kirkjuþingi unga fólksins 2012 Aðalfundur ÆSKÞ  verður haldinn í Neskirkju 8.mars kl 18. Við hvetjum aðildarfélög til að senda sína fulltrúa og taka með virkum hætti þátt í starfi sambandsins. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. […]

By |2017-09-18T11:50:02+00:0016. janúar 2013 | 11:09|

Æskulýðsbörn á landsmóti söfnuðu fyrir 2 brunnum, 20 hænum og 18 geitum

Á landsmóti Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar á Egilsstöðum í lok október var með ýmsum hætti staðið fyrir fjáröflun fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví. Á karnivialinu okkar á laugardeginum höfðu hópar undirbúið tónlistaratriði, leikatriði og dansatriði. Vöfflur, blöðrur og andlistmálning var í boði ásamt varningi sem hóparnir höfðu framleitt í hópastarfi. Góðir gestir frá Malaví tóku þátt. [...]

By |2017-09-18T11:50:05+00:004. desember 2012 | 10:59|

Þemadagur um sjálfboðna þjónustu í kirkjunni

Þemadagur fyrir æskulýðsfulltrúa, djákna, sóknarnefndarfólk og presta um sjálfboðaliða í kirkjunni, verður föstudaginn 30. nóvember í Vídalínskirkju í Garðabæ. Fjallað verður um efnið í erindum, umræðum, hópefli, bænajóga og borðsamfélagi. […]

By |2012-11-15T14:05:55+00:0014. nóvember 2012 | 11:17|

Ertu að leita að einhverju?

Týndir þú úlpu, myndavél, dýnu,svefnpoka, kodda, háhæluðum skóm, strigaskóm, sundpoka eða öðru á landsmóti? Ef svarið er já þá skaltu endilega hringja eða fara í Neskirkju v.Hagatorg og athuga hvort að hluturinn þinn leynist ekki þar. Við hvetjum ykkur til að vitja óskilamuna sem allra fyrst, en þeir eru bara varðveittir í ákveðinn tíma. Hægt [...]

By |2017-09-18T11:50:05+00:001. nóvember 2012 | 12:55|
Go to Top