Auglýst eftir framkvæmdastjóra ÆSKÞ
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar ÆSKÞ auglýsir 50% stöðu framkvæmdastjóra frá 1. október n.k. ÆSKÞ eru frjáls félagasamtök æskulýðsfélaga kirkjunnar. ÆSKÞ stendur fyrir fjölbreyttum æskulýðsviðburðum og eru málsvari æskulýðsstarfs innan íslensku Þjóðkirkjunnar. Starfsstöð sambandsins er í Reykjavík. Menntunar- og hæfniskröfur eru háskólamenntun sem nýtist í starfi og víðtæk reynsla af æskulýðsstarfi. Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar ÆSKÞ. Starfið felur [...]