Fréttir

Easter Course 2014

European Fellowship of Christian Youth (EF) heldur evrópunámskeiðið Easter Course vikuna 13. – 20. Apríl 2014. Það er skemmtileg blanda af sumarbúðum, leiðtogaþjálfun og ferðalagi þar sem þú færð tækifæri til að kynnast leiðtogum frá öðrum löndum, læra af þeim og deila þinni reynslu. ÆSKÞ má senda 7 þátttakendur og því þurfa áhugasamir að sækja [...]

By |2017-09-18T11:49:58+00:0029. janúar 2014 | 15:17|

Úrslit hæfileikakeppni

Sem kunnugt er fór fram hæfileikakeppni á milli æskulýðsfélaganna á Landsmóti ÆSKÞ sem fram fór í Reykjanesbæ í október. Hér má sjá úrslit keppninnar.

By |2017-09-18T11:49:58+00:0011. nóvember 2013 | 21:46|

Óskilamunir af Landsmóti

Eftir Landsmót 2013 eru, eins og venjulega, margir óskilamunir. Þeir eru nú allir á skrifstofu ÆSKÞ í Neskirkju í Reykjavík. Hægt er að fá upplýsingar um þá í síma 511 1562 og nálgast eftir hádegi virka daga.

By |2013-11-06T09:56:46+00:006. nóvember 2013 | 09:56|

Leyfisbréf vegna Landsmóts

Leiðtogar og prestar geta nálgast þessi skjöl hér fyrir neðan og dreift þeim til unglinganna. Bæklingur Landsmót 2013 Leyfisbréf Landsmót 2013 httpvh://www.youtube.com/watch?v=bSf-9UAWfAs

By |2017-09-18T11:49:59+00:001. október 2013 | 09:15|

Nýr framkvæmdarstjóri ÆSKÞ

Eva Björk Valdimarsdóttir, guðfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar. Eva Björk tekur við stöðunni af sr. Sigríði Rún Tryggvadóttur sem vígð var til prestsþjónustu við Egilsstaðasöfnuð 1. september síðastliðinn. Eva Björk lauk embættisprófi í guðfræði í febrúar 2013 og BA prófi í sálfræði 2002. Hún hefur víðtæka reynslu í barna- og æskulýðsstarfi innan kirkjunnar [...]

By |2017-09-18T11:49:59+00:0023. september 2013 | 13:02|
Go to Top