Fréttir

Landsmót 2023 – ekki á Akranesi

Heil og sæl. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður Landsmótið 2023 ekki haldið á Akranesi í haust. Upplýsingar um nýjan landsmótsstað verða settar hér inn á síðuna um leið og hægt verður að staðfesta nýjan mótsstað. Landsmótsnefndin er tekin til starfa og vinnur að vanda að því að skapa fjölbreytt og skemmtilegt landsmót.

By |2023-06-15T15:06:18+00:0015. júní 2023 | 15:06|

Sólveig Franklínsdóttir nýr framkvæmdastjóri

Sólveig Franklínsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri ÆSKÞ. Hún tók við starfinu af Jónínu Sif Eyþórsdóttur 14. apríl s.l., sem er á leið í ársleyfi. Sólveig er lærður markþjálfi og hefur undanfarið ár starfað sem æskulýðsfulltrúi í Fossvogsprestakalli ásamt því að stunda nám í guðfræði við Háskóla Íslands. Sólveig hefur fjölbreytta reynslu af því að [...]

By |2023-04-25T11:34:53+00:0025. apríl 2023 | 11:30|

Viltu vera með í Landsmótsnefnd?

Við leitum að öflugu fólki til að vera með í landsmótsnefnd. Hún á veg og vanda að allri framkvæmd og skipulagningu Landsmóts. Nefndin fundar reglulega með framkvæmdastjóra og landsmótsstjóra og saman vinnur hópurinn að því að búa til ógleymanlegan viðburð. Öllu jafna skipa 10 manns nefndina, meðal verkefnana eru: Landsmótsstjóri Vaktstjóri Fulltrúi heimabyggðar Fjölmiðlafulltrúi Sviðsstjóri Veitingastjóri [...]

By |2023-04-18T10:54:11+00:0018. apríl 2023 | 10:54|

Kirkjuþing unga fólksins

Biskup Íslands hefur boðað til Kirkjuþings unga fólksins (KUF) dagana 12-13 maí nk. Að taka þátt í störfum KUF er virkilega skemmtilegt og lærdómsríkt. Þar gefst ungu fólki tækifæri til hafa raunveruleg áhrif á stöf kirkjunna og móta hana að sinni framtíðarsýn. Þingið mun fara fram í Háteigskirkju. Á þinginu eiga sæti samkvæmt reglum KUF: [...]

By |2023-03-30T11:59:14+00:0030. mars 2023 | 11:55|

Vaktu með Kristi, viðburður fyrir æskulýðsfélög og fermingarhópa

Vaktu með Kristi er áhugaverð samvera fyrir æskulýðsfélög og fermingarhópa. Markmið viðburðarins er að fara saman í gegnum píslarsögu Krists frá upphafi til páska. Vakan stendur frá kl 21:00 á Skírdagskvöld og stendur til klukkan 8:00 að morgni Föstudagsins langa. Á þessum viðburði leiðum við hugann að atburðum næturinnar þegar Jesú var svikinn og því samfélagi [...]

By |2023-03-23T12:50:51+00:0023. mars 2023 | 12:50|
Go to Top