Hugbúnaður fyrir fjarfundi:
Microsoft Teams – fyrir fjarfundi
www.discord.com – tal rásir (Athugið að þegar fundi lýkur þarf að muta rásina)
Öpp
Among us
Netsíður
netskrafl.is
Leikir og verkefni sem hægt er að nýta á fjarfundum
1. Geturu sett taglið á asnann?
Einn fær verkefnið að vera stjórnandi, hann notar gagnagrunn til að fá random mynd sem hann notar. Verkefnið er að lýsa myndinni með því að nota einungis formfræðileg hugtök eins og hringur, þríhyrningur og kassi.
Markmiðið er að sá sem sér um að lýsa geri það nægilega vel til þess að listamennirnir geti teiknað eftirmynd. Síðan deila þátttakendur listaverkunum sínum.
2. Teikna myndir í Excel / google sheets
Þátttakendur fá skjal með mynd, þeir hafa síðan 15 mínútur til að endurgera myndina í google sheets. Keppni hver getur klárað fyrstur. Spreadsheet Pixel Art.
3. Covid bingo – finna betra nafn
Hægt að spila á tvenna vegu – standandi bingó eða lífshlaupsbingó
Lífshlaupsbingó er þannig að sá sem stjórnar skrifar niður 25 atriði inn á “bingó spjald” þátttakendur velja í blindni að þeir ætli að fá bingo með því að velja röð B I N G eða Ó eða línu 1-5 Síðan les stjórnandinn staðreyndirnar sem hann hefur skrifað niður og þáttakendur merkja skrá það sem þau tengja við. Þegar búið er að lesa allt sýnir stjórnandinn spjaldið og þeir sem ná bingo gefa sig fram.
Vers 2. Standandi bingó þátttakendur skrá niður t.d. 15 bíómyndir /( (má líka notast við lista)sem þau hafa horft á. Stjórnandinn les upp myndir þar til einn stendur eftir.
Sá sem stendur eftir þarf að gefa góða lýsingu á myndinni sem eftir er.
4. Pönnukökur eða Vöfflur
Stjórnandinn spyr spurningar í byrjun t.d. pönnukökur eða vöfflur – hópurinn þarf að sameinast um að kjósa annað fram yfir hitt.
Þátttakendur þurfa að koma með rök fyrir því afhverju annað má hverfa úr heiminum en ekki hitt. Þegar búið er að kjósa t.d. pönnukökurnar út spyr stjórnandinn upp á nýtt Vöfflur eða kartöflur og svo kartöflur eða kettlingar og svo koll af kolli.
5. Varúlfur
Klassísk útgáfa, þátttakendur nota discord til að fá skilaboð um hver hann er og til að spjalla við samsærismenn sína..
6. Við höndina tvær útgáfur
a) Þátttakendur finna einn hlut og deila því með hinum afhverju þessi hlutur skiptir þau máli. Hver og einn má tala í eina mínútu. (gott að segja afhverju, hvar þau fengu hlutinn og afhverju þau vilja eiga hann)
b) Þátttakendur velja einhvern random og jafnvel skrýtinn hlut sem liggur nálægt þeim og segja ótrúlega sögu um uppruna hlutarins. T.d. þessi heyrnartól eru þau fyrstu sem framleidd voru í heiminum og voru notuð af Albert Einstein eða þessi heftari fannst við uppgröft úr víkingaskála og var sýndur í heimilarmyndinni Jón gullgrafari. Því meiri vitleysa því betra.
7. Ég er einstök
Hentar vel til að spila á teams. Þátttakandi segir staðreynd um sig. Þeir sem deila því sama (getur verið lífs viðburður, uppáhalds fótboltalið, sokkalitur osfrv) réttir upp hönd eða segir ég líka. Þátttakandinn heldur áfram þar til að hann finnur eitthvað sem enginn deilir með honum.
Önnur útgáfa – þá halda allir upp fimm fingrum í mynd. Þátttakendur skiptast á að segja eina staðreynd um sig og þegar einhver hefur gert það sama láta þeir einn fingur niður. Stjórnandi getur valið hvort sá vinnur sem enn er með flesta fingur á lofti þegar búið er að fara hringinn eða hvort það sé sá sem fyrstur fer niður með alla fingur.
8. Hengimann – Orð eða borð
Klassískur leikur – einn velur orð hinir giska. Þrátt fyrir að leikurinn heiti hér Hengimann þá viljum við biðja leiðtoga um að teikna eitthvað annað en mann sem er að hengja sig. Þetta getur komið ákaflega illa við þátttakendur sem hafa upplifað sjálsvíg innan fjölskyldunnar. Í staðinn má teikna svo margt annað, hús, bíl, kall eða kirkju…
9. Gönguhópur
Fara með hópnum í göngu hver og einn sýnir frá sínu nánasta umhverfi.
10. Leikfimi/hreyfiteningur
Þátttakendur velja sér 6 æfingar, t.d. ef talan 1 kemur upp þá þarf hann að gera armbeyju ef talan 2. kemur upp þá froska hopp. 3. kviðæfing osfrv. Síðan kastar stjórnandinn tengnum og þátttakendur gera þá æfingu sem kemur upp á teningnum. Fjöldi endurtekninga er annað hvort ákveðin með öðru kasti eða með því að í fyrstu umferð geri allir einu sinni og svo tvisvar í næstu osfrv.
Þennan leik má sníða á margan hátt – einnig má láta tölurnar stanada fyrir mismunandi áskorunum sem þau þurfa þá að leysa. Til dæmis gera ákveðin heimilisverk, finna vers í biblíunni, lesa úr bók, syngja lag osfrv.
11. Origami fundur
Kennum þátttakendum að búa til vatnsbombu origami eða annað sniðugt. Á youtube er fjöldi myndbanda. Prófið t.d. að leita að Origami water balloons
12. Ljósmyndamaraþon
Stjórnandinn gefur þátttakendum lista yfir 10 myndefni sem þau taka síðan myndir af og deila svo með hinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn.
13. Minute to win it
Stjórnandinn velur nokkrar einfaldar þrautir, sem líklegt er að allir geti framkvæmt heima hjá sér. Það er kostur ef hægt er að birta lista yfir mögulega nauðsynlega hluti áður en leikurinn hefst. Síðan er ágætt að velja tvo og tvo af handahófi til að keppa í fyrstu umferð. Þeir sem sigra fara svo í næstu og koll af kolli.
14. Spurningakeppni
Stjórnandinn getur annað hvort sett spurningarnar upp sem myndagátur í t.d. power point eða notað forrit eins og Kahoot. Þátttakendur geta verið í liðum eða einir. Ef þið notið lið er sniðugt að nota app eins og Discord eða google drive til að liðin geti talað saman. Svörin við spurningunum þarf svo að senda umsjónarmanni í tölvupósti.
15. Pictionary
Einstaklings eða liða. Gott að nota Discord, SMS eða google doc til að koma skilaboðum þátttakenda um hvað þeir eigi að teikna. Einnig er hægt að biðja þátttakendur að velja sjálfir orð. Þá er það skrifað aftan á blaðið sem teiknað er á. Síðan eiga hinir að giska. Í þessum leik er líka hægt að nota teikni forritið paint eða sambærilegt séu þátttakendur með það í tölvunni – þá notum við Share screen valmöguleikan.
16. Gönguferð
Þátttakendur fara saman í gönguferð og sýna frá nærumhverfinu sínu, eru fjar Leiðsögumenn. Hægt að skipta verkefnum á milli þátttakenda, einn á að tala um tré, annar um steina, þriðji um hús osfrv.
17. Slökun
Leiðtogi leiðir þátttakendur í stutta slökunarstund, bæn og íhugun.
18. Karíókí
Syngjum saman, hægt að nota karíóki útgáfur af lögum af youtube. Þátttakendur skiptast á að velja lög og syngja.
19. Netskrafl