Landsmót 2012

Annað fjölmennasta landsmót frá upphafi !

Já, það er komið á hreint að landsmótið okkar í ár verður annað fjölmennasta landsmót frá upphafi. Aðeins landsmótið á Akureyri 2010 var stærra. Landsmótsnefndin er því komin með fiðring í allar tær og hlakkar mikið til að hitta ykkur öll eftir einungis 2 VIKUR! Tilviljun? hittist í vikunni og tók upp landsmótslagið okkar sem verður [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:0012. október 2012 | 20:36|

LANDSMÓT EFTIR 16 DAGA!

Eftir aðeins 16 daga verðum við stödd á Egilsstöðum á landsmóti. Nú snúast hjólin mjög hratt í herbúðum landsmótsnefndar og óhætt að segja að það sé í mörg horn að líta. Vinnsla á skemmtilegum myndböndum er á fullu, verið er að leggja lokahönd á sjálfboðaliðahópinn, skráning er í fullum gangi, hópastarfið nánast tilbúið og allt [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:009. október 2012 | 10:33|

Skráningar fljúga inn…

Já, nú er líf og fjör á skráningarsíðunni okkur og greinilegt er að æskulýðsfulltrúar eru farnir að skrá sína hópa á fullu. Við hlökkum svo sannarlega til að sjá ykkur öll á landsmóti á Egilsstöðum. Annars er allt gott að frétta héðan úr herbúðum landsmótsnefndar. Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Sr.Agnes M.Sigurðardóttir [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:003. október 2012 | 22:46|

Skráningu lýkur 5.október

Skráning á landsmót er í fullum gangi og lýkur 5.október. Umsóknarfrestur í sjálfboðaliðahópinn er einnig til og með 5.október. Hópastarfið verður kynnt nánar á næstu dögum. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá skemmtilegar myndir frá mótinu í fyrra og áminningu um skráningarfrestinn. Hlökkum til að sjá ykkur. httpv://www.youtube.com/watch?v=-97lEKw3nDg

By |2017-09-18T11:50:16+00:0025. september 2012 | 10:43|

Plakat landsmóts!

  Já, plakat landsmóts ÆSKÞ 2012 er farið í prentun og mun verða sent til æskulýðsfélaga og kirkna snemma í næstu viku. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir hannaði plakatið í ár og erum við henni mjög þakklát fyrir. Guðrún hefur sterkar rætur í æskulýðsstarfi en hún starfaði lengi í Digraneskirkju við MeMe Movie. Plakatið endurspeglar á skemmtilegan [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:0021. september 2012 | 11:14|
Go to Top