European Fellowship of Christian Youth (EF) heldur evrópunámskeiðið Easter Course vikuna 13. – 20. Apríl 2014. Það er skemmtileg blanda af sumarbúðum, leiðtogaþjálfun og ferðalagi þar sem þú færð tækifæri til að kynnast leiðtogum frá öðrum löndum, læra af þeim og deila þinni reynslu.

[lightbox_image size=“full-banner“ image_path=“https://www.aeskth.is/wp-content/uploads/2013/04/ec3.jpg“ lightbox_content=“https://www.aeskth.is/wp-content/uploads/2013/04/ec3.jpg“ group=““ description=““]

Easter course er fyrir ungmenni í kristilegu starfi á aldrinum 18-25 ára.

Í ár er það haldið í Birmingham á Englandi undir yfirskriftinni Created by You.

Þátttökugjaldið er aðeins 100 evrur og inni í því er gisting, matur, dagskrá og kennsluefni. Ferðakostnaður er fyrir utan þetta gjald en ÆSKÞ mun styrkja þátttakendur úr aðildafélögum um 10.000 krónur.

Eitt af markmiðum ÆSKÞ hefur verið að opna möguleika íslenskra ungmenna til að kynnast ungmennum í kirkjustarfi á erlendum vettvangi því hvetjum við leiðtoga um allt land sækja um.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Easter Course á www.europeanfellowship.org

[lightbox_image size=“full-half“ image_path=“https://www.aeskth.is/wp-content/uploads/2014/01/EC2.jpg“ lightbox_content=“https://www.aeskth.is/wp-content/uploads/2014/01/EC2.jpg“ group=““ description=““]