Fréttir

Vel heppnað fjarmót!

Fjarmót ÆSKÞ var haldið 16. október í stað hefðbundins landsmóts. Mótið heppnaðist virkilega vel. Stjórn ÆSKÞ þakkar landsmótsnefnd og Kristjáni Ágústi Kjartanssyni landsmótsstjóra fyrir vel unnin störf. Eins vill stjórnin þakka þátttakendum og leiðtogum fyrir góða mætingu við þessar sérstöku aðstæður. Landsmót verður á Akranesi 2022 og er undirbúningur nú þegar hafinn. Við hlökkum til að hittast!   [...]

By |2021-12-15T10:54:51+00:0026. október 2021 | 13:11|

Fimm dagar í fjarmót!

Það styttist í fjarmót ÆSKÞ! Dagskráin hefst með mótsetningu kl 16 laugardaginn 16. okt en dagskrá lýkur kl 22:00. Hægt er að nálagst dagskrána og frekari upplýsingar um hvern dagskrár lið hér:  https://www.aeskth.is/net-landsmot-2020/dagskrafjarmot/ Við hvetjum æskulýðsleiðtoga til að bjóða til heilsdagsamveru eða gistinætur og nýta Fjarmótið sem hluta af dagskránni. Það eina sem þarf til [...]

By |2021-10-15T13:45:45+00:0011. október 2021 | 15:15|

Allir ættu að kunna skyndihjálp

ÆSKÞ og ÆSKR héldu á dögunum skyndihjálparnámskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi. Námskeiðið fór fram í Neskirkju þann 6. október en námskeið þetta hefur verið fastur liður á tveggja ára fresti í starfsáætlunum ÆSKÞ og ÆSKR.  Farið var yfir fjögur skref skyndihjálpar en að þessu sinni sá sjálfboðaliðinn Sigurður Haraldsson um námskeiðið. Mikilvægt er fyrir okkur [...]

By |2021-10-15T13:44:45+00:0011. október 2021 | 15:09|

Jóhanna Ýr tekur við framkvæmdastjórn

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri ÆSKÞ meðan Jónína Sif fer í fæðingarorlof. Jóhanna Ýr þekkir störf ÆSKÞ vel enda hefur hún verið formaður sambandsins og Landsmótsstjóri. Hún starfaði sem æskulýðsfulltrúi í Selfosskirkju árin 2015-2020 og þekkir æskulýðsstarfið inn og út. Þeir sem vilja hafa samband við hana er bent á netfangið hennar johannayr@aeskth.is Jóhanna [...]

By |2021-09-27T20:52:47+00:0029. september 2021 | 14:00|

Dagskrá og upplýsingar vegna Fjarmóts 2021

Landsmót í ár verður Fjarmót! Enn og aftur þurfum við að takast á áskoranir vegna COVID-19. Landsmót getur því miður ekki farið fram með hefðbundnu sniði og munum við því aftur nýta okkur tæknina og bjóða upp á rafrænt Landsmót.  Dagskráin er spennandi og gerum við ráð fyrir því að hvert æskulýðsfélag hittist í sinni [...]

By |2021-09-27T22:12:38+00:0027. september 2021 | 22:11|
Go to Top