Fréttir

Skráningu lýkur 2. október

Skráning á Landsmót ÆSKÞ er í fullum gangi og lýkur 2.október. Skráning fer, eins og áður, fram rafrænt í gegnum vefinn. Þátttakendur skrá sig í sinni kirkju og hver kirkja sendir svo skráninguna inn í gegnum rafræna kerfið. Við þurfum að panta pláss í Herjólfi og því mikilvægt að skráningar berist tímanlega.  Sjálfboðaliðar Þeir ungleiðtogar [...]

By |2017-09-18T11:49:55+00:0028. september 2015 | 17:59|

Bæklingur og leyfisbréf

Þá er komið að því! Landsmót ÆSKÞ verður haldið dagana 23.-25. október næstkomandi í Vestmannaeyjum. Í ár verður yfirskrift mótsins Geðveikt landsmót og munum við fræðast um geðvernd og geðsjúkdóma og láta gott af okkur leiða í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Dagskráin verður fjölbreytt en þar er að finna kvöldvökur, hæfileikakeppni, ball, hópastarf og karnival. [...]

By |2015-09-07T17:15:33+00:004. september 2015 | 08:39|

Sjálfboðaliðar óskast!

Hefur þú áhuga á að koma að framkvæmd landsmóts ÆSKÞ í Vestmannaeyjum? Til þess að mótið gangi upp þurfum við hressa og duglega sjálfboðaliða. Mikil vinna liggur að baki undirbúningi, framkvæmd og frágangs á jafnstórum og viðamiklum viðburði og landsmót ÆSKÞ er. Sjálfboðaliðar aðstoða við ýmis verkefni fyrir mót, á mótinu og eftir mót. Það [...]

By |2016-09-07T03:03:12+00:0011. ágúst 2015 | 16:10|

Aðalfundur ÆSKÞ 2015

Aðalfundur ÆSKÞ verður haldinn í Neskirkju miðvikudaginn 4.mars kl 17:00. Við hvetjum aðildarfélög til að senda fulltrúa sína og taka með virkum hætti þátt í starfi sambandsins. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kjörgengi og atkvæðisrétt hafa allir virkir þátttakendur í starfi aðildarfélaga. Virkur þátttakandi telst hver sá sem er á fjórtánda aldursári eða eldri og [...]

By |2015-02-09T13:03:46+00:009. febrúar 2015 | 13:03|

Easter Course 2015

European Fellowship of Christian Youth heldur evrópunámskeiðið Easter Course vikuna 29. mars – 5. apríl 2015 í borginni Birkirkara á Möltu. Það er skemmtilega blanda af sumarbúðum, leiðtogaþjálfun og ferðalagi fyrir ungt fólk í kristilegu starfi á aldrinum 18-25 ára. Þátttökugjaldið er 150 evrur og inni í því er gisting, matur, dagskrá og kennsluefni. Ferðakostnaður er fyrir [...]

By |2017-09-18T11:49:55+00:008. desember 2014 | 15:57|
Go to Top