Fréttir

Kynferðisofbeldi gegn börnum – hvað er til ráða?

ÆSKÞ vill benda öllu starfsfólki í barna og unglingastarfi á áhugaverðan og mikilvægan morgunverðarfund á vegum Náum áttum, miðvikunn 15. sept kl 8:30 -10. Fundurinn fer fram á Zoom og það kostar ekkert að vera með. Athugið að það þarf að skrá sig á fundinn á www.naumattum.is

By |2021-09-10T10:28:55+00:008. september 2021 | 17:51|

Landsmóti 2021 hefur verið aflýst

Það er með sorg í hjarta að stjórn ÆSKÞ tilkynnir að Landsmóti 2021 sem fram átti að fara á Sauðárkróki hefur verið aflýst.  Ástæða þess er að enn gilda 200 manna samkomutakmarkanir (500 manna samkomutakmarkanir eiga við um 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum). Næsta reglugerð kemur ekki fyrr en 17. September og er það of stuttur [...]

By |2021-09-06T12:16:12+00:006. september 2021 | 12:15|

Skyndihjálparnámskeið

ÆSKÞ og ÆSKR munu í sameiningu standa að haustnámskeiði í skyndihjálp. Námskeiðið fer fram í Neskirkju þann 8. september nk kl 17:30. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir mánudaginn 6. sept.  Námskeiðið er 4 klst og felur meðal annars í sér: Fjögur skref skyndihjálpar, grunnendurlífgun, sjálfvirkt hjartastuð,aðskotahlutur í öndunarvegi, skyndihjálp og áverkar t.d: innvortis- og útvortis blæðingar [...]

By |2021-08-30T15:10:42+00:0030. ágúst 2021 | 15:10|

Laust til umsóknar – afleysing framkvæmdastjóra

Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar óskar hér með eftir umsóknum um afleysingu í starf framkvæmdastjóra. Tímabilið sem um ræðir er frá 1. október 2021 til 1. nóvember 2022.* ÆSKÞ eru frjáls félagasamtök æskulýðsfélaga kirkjunnar. Sambandið stendur fyrir fjölbreyttum æskulýðsviðburðum og er málsvari æskulýðsstarfs innan íslensku Þjóðkirkjunnar. Starfsstöð sambandsins er í Neskirkju í Reykjavík. Menntunar- og hæfnikröfur eru háskólamenntun [...]

By |2021-09-03T11:13:27+00:0030. ágúst 2021 | 14:40|

Kirkjuþingi unga fólksins 2021 er lokið

Kirkjuþing unga fólksins fór fram um helgina. Á þinginu komu saman 20 fulltrúar á aldrinum 14-26 ára frá öllum prófastsdæmum sem ræddu um málefni og framtíð kirkjunnar.   Fyrir þinginu lágu sex mál:   Fyrsta mál á dagskrá var ályktun KUF um að öll myndbirting af börnum verði með öllu óheimil. Í greinargerðinni kemur meðal [...]

By |2021-05-15T14:48:25+00:0017. maí 2021 | 09:00|
Go to Top