Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) vill draga úr fordómum gegn hinsegin fólki sem stundum eru byggðir á kristinni trú. Við teljum að ekki sé hægt að finna grundvöll fyrir því að fordæma sambönd hinsegin para í Biblíunni.

Þetta árið mun ÆSKÞ bjóða hinsegin pörum upp á sambands blessun fyrir öll þau pör sem vilja. Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir þjónar.

Með þessu viljum við vekja athygli á því að þjóðkirkjan stendur öllum opin og þangað eru öll velkomin.