Aldur þátttakenda

Landsmót er fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára (fædda 2006-2010). Leiðtogar skulu hafa náð 18 ára aldri þegar mótið byrjar. Ungleiðtogar starfandi í sínum kirkjum geta verið skráðir á mótið sem þátttakendur. Hafi þeir náð 17 ára aldri við upphaf mótsins geta þeir fengið armbönd ungleiðtoga. Þeir eru þá ekki með stöðu leiðtoga á mótinu en þeirra leiðtogar geta úthlutað þeim verkefnum innan hópsins.

Landsmót ÆSKÞ Leyfisbréf

Leyfisbréf vegna myndatöku

Skráning

Vefslóð: skraning.aeskth.is

Skráning á mótið fer fram í gegnum rafrænt skráningarkerfi ÆSKÞ.

Skráningu lýkur 22. september 2023.Allar spurningar er snerta skráningu á Landsmót ÆSKÞ skal senda á netfangið skraning@aeskth.is.

Reglur um fjölda og aldur leiðtoga

Gerð er sú krafa að 1 leiðtogi fylgi hverjum 7 þátttakendum og með hverjum hóp skulu fylgja að lágmarki 2 leiðtogar. Biðjum við leiðtoga að virða þessa reglu. Hægt er að hafa samband við landsmótsstjóra ef æskulýðsfélag er í vandræðum með að manna leiðtogastöður. Leiðtogar verða að vera orðnir 18 ára þannn 13 október 2023 (fæddir 15. október 2005 eða fyrr).

Kröfur um skimun leiðtoga og sjálfboðaliða

ÆSKÞ gerir þá kröfu að allir leiðtogar og sjálfboðaliðar sem koma á landsmót hafi farið í gegnum skimun, þ.e.a.s að búið sé að kanna ákveðin atriði varðandi sakavottorð í samræmi við siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar. Það er á ábyrgð kirkju viðkomandi hóps að slík skimun hafi farið fram.

Samþykki um öflun gagna úr sakaskrá.