Landsmót ÆSKÞ 2023 verður haldið dagana 13. – 15. október 2023 á Egilsstöðum.
Dagsetning: 13. – 15. október 2023
Staður: Egilsstaðir Múlaþing
Skráning: Skráning fer fram á vef ÆSKÞ. Síðasti skráningardagur er föstudaginn 22. september
Mótsgjald: 23.900 .- krónur fyrir aðildarfélög ÆSKÞ en 26.900.- krónur fyrir aðra. Við skráningu þarf að greiða 8.000.- kr óafturkræft staðfestingargjald. Gjaldið er greitt með greiðsluseðli sem gefinn er út á kirkju þátttakenda. Afgangur af mótsgjaldi er greiddur með greiðsluseðli strax að móti loknu.
Vilji Æskulýðsfélagið gerast aðili að ÆSKÞ er best að senda tölvupóst á aeskth@aeskth.is
Innifalið í mótsgjald eru rútuferðir innanlands, matur, gisting og aðgangur að dagskrá mótsins.
Gisting: Gist verður í grunnskólanum á svæðinu. Þátttakendur þurfa að hafa með sér dýnur og svefnpoka/sængur.
Mótsstaður: Dagskrá mótsins fer að mestu fram í grunnskólanum, Hótel Valaskjálf, sundlauginni, kirkjunni og víðsvegar um bæinn.
Mótsstjóri: Berglind Hönnudóttir
Framkvæmdastjóri ÆSKÞ: Sólveig Franklínsdóttir, solveig@aeskth.is, S: 862-8883