ÆSKÞ sendur fyrir spennandi janúarnámskeiði þann 14. Janúar næstkomandi í Neskirkju. Við munum byrja daginn á að kynna okkur starf Arnarins, minningar og styrktarsjóði sem vinnur með börnum og unglingum sem hafa orðið fyrir sorg og áföllum. Þar á eftir er fyrirlestur á vegum Fokk me – Fokk you sem fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna og hvernig við vinnum með þessa þætti í barna og unglingastarfi.
Þá munum við bjóða uppá stutt leiklistarnámskeið þar sem farið verður í hópefli og spuna með börnum og unglingum. Unnið verður með æfingar og leiki sem henta flestum aldurshópum. Auk þess sem kynning verður á framkomu, raddbeitingu og framsögn.
Milli fyrirlestrana verður svo opin vinnustofa um stöðu æskulýðsstarfs og framtíðarsýn.
Janúarnámskeið er fyrir alla leiðtoga, æskulýðsfulltrúa, sem og djákna og presta sem hafa áhuga á æskulýðsmálum. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir barna og unglingastarf og við finnum fyrir því víða í samfélaginu. Það er mikilvægt að við sem stöndum að barna og unglingastarfi hittumst og stillum saman strengi æskulýðsstarfi til heilla.
Verð er 8.000kr fyrir aðila að ÆSKÞ en 10.000kr fyrir aðra.
Dagskráin hefst kl 9:00 laugardaginn 14. janúar og fer fram í Neskirkju í Reykjavík. Þeir sem eru að koma langt að geta sótt um ferðastyrk. Námskeiðið verður einnig aðgengilegt á Zoom fyrir þá sem eru erlendis eða geta með engu móti komið á staðinn.
Skráning stendur til 9. janúar og fer fram á aeskth@aeskth.is