Æskulýðsfélag mánaðarins
Á nýju ári hefjum við nýjan dagskrárlið á heimasíðu ÆSKÞ til að auka sýnileika æskulýðsstarfsins. Framundan munu því birtast kynningar á starfinu með efni frá æskulýðsfélögum af höfuðborgarsvæðinu sem og landsbyggðinni.
Það er æskulýðsfélag Landakirkju – ÆSland sem hefur leika. Hvert félag hefur listrænt frelsi til kynningar. Það er ánægjulegt hversu æskulýðsfulltrúar hafa tekið vel í þetta verkefni. Vonast er til að þetta efli okkur öll enn frekar í æskulýðsstarfinu enda skapast hér tækifæri til að viða að sér hugmyndum. Gildi æskulýsstarfs er margsannað og gott að fá tækifæri til að gefa nánari innsýn í hið daglega starf.
ÆsLand
Félagið heitir ÆsLand, Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum og var stofnað árið 1995. ÆsLand styttingin kemur frá frá leiðtogum sem voru í starfinu í kringum 2010-2012. Starfið er stutt af Landakirkju, KFUM og K í Vestmannaeyjum og KFUM og KFUK á Íslandi og er svo aðili að ÆSKÞ.
Hefðbundinn æskulýðsfundur
Við hefjum stundina inni í Landakirkju þar sem við kveikjum á kertum, förum með upphafsbæn, syngjum saman, hlustum á hugleiðingu og ljúkum svo á bæn og Faðir vor. Mikil áhersla er lögð á söng og þátttöku sem flestra en um leið að virða þá sem vilja aðeins taka þátt í anda og upplifa sem áhorfendur. Gísli æskulýðsfulltrúi leiðir þá stund.
Að því loknu tekur við auglýst dagskrá sem inniheldur leiki og skemmtanir. Ungleiðtogarnir leiða þá stund í flestum tilfellum.
Dagskrárliðir haust ´21
Mission Impossible
Stratego
Stríð
Boccia
Jól í skókassa
Nammileikir
Blöðrubolti
Skrímslaleikur á hrekkjavöku
Ógeðismatarkeppni
Land og borg
Stinger
Kökuskreytingarkeppni
Minute to Win it
Jólabíó
Leikur
Eggjarúlletta
Íhlutir:
– Egg, a.m.k 1-2 á þátttakanda.
– Stórir ruslapokar til að verja stóla, gólf og þátttakendur
– Stór ruslafata
Undirbúningur
Ca 80% eggjanna eru harðsoðin og blandað saman í bakka með ósoðnum. Eggin eru svo geymd í kæli þar til þau hafa öll náð sama hitastigi. Stól er stillt upp og ruslafötu fyrir aftan hann. Gott er að klæða stólinn í stóran ruslapoka og jafnvel taka einn í sundur og breiða hann út yfir gólfið undir stólnum til að verja það fyrir eggjunum.
Framkvæmd
Krakkarnir raða sér í hæfilegri fjarlægð í kringum staðinn þar sem leikurinn fer fram og eiga að peppa þá áfram sem vilja taka þátt. Þátttakendur koma upp hver á eftir öðrum og velja sér egg, fara í hlíðarpoka og setjast á stólinn með hausinn reigðan aftur yfir ruslafötuna. Mikilvægt er að leyfa krökkunum ekki að snerta eða skoða eggin mjög nærri. Best að halda hæfilegri fjarlægð því glöggir sjá örlítinn mun á soðnum og ósoðnum eggjum.
Leiðtogi tekur svo eggið sem þátttakandinn valdi og smellir því létt í hausinn á þátttakandanum. Ef hann fékk harðsoðið slapp hann við að fá drulluna í hausinn. Sá sem fær ósoðið egg í hausinn fær svo verðlaun sem geta t.a.m. verið að velja annað egg sem fer í hausinn á einn af leiðtogunum. Það er mest fjör fyrir krakkana að öll eggin sem leiðtogar fá í hausinn séu ósoðin.
Viðtöl ofl. frá Vestmannaeyjum: