Aðalfundur ÆSKÞ 2022 mun fara fram þann 9. febrúar næstkomandi. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess verður kosið um ritara og tvo meðstjórnendur til tveggja ára.
Að starfa í stjórn félagasamtaka á borð við ÆSKÞ er gefandi og lærdómsríkt. Í stjórn situr að jafnaði fjölbreyttur hópur fólks með mismunandi bakrunn í æskulýðsmálum og á breiðu aldursbili. Við hvetjum presta, djákna, æskulýðsfulltrúa, æskulýðsleiðtoga og þátttakendur í æskulýðsstarfi til að gefa kost á sér í stjórn.
Fundurinn hefst kl 17:00 og verður í ljósi aðstæðna í samfélaginu eingöngu haldinn á Zoom.
Fundarslóð verður send samkvæmt netfangalista ÆSKÞ. Vakin er athygli á að hvert aðildafélag hefur tvö atkvæði í kosningu. Félög eru beðin um að senda nöfn þeirra tveggja fulltrúa sem koma til með að nýta kosningaréttinn á fundinum á netfangið johannayr@aeskth.is