ÆSKÞ og European Fellowship leita að tveimur ungum einstaklingum á aldrinum 18-30 ára sem hafa áhuga á loftlagsmálum og vilja láta rödd sína heyrast!
Þessir einstaklingar fá tækifæri til að taka þátt í Interfaith Youth Convention on the European Green Deal en þar munu um 100 ungmenni frá ýmsum trúarsamtökum, deildum og samkirkjulegum samtökum taka þátt. Þátttakendur munu fá tækifæri til að deila skoðunum sínum á loftlagsmálum með öðru ungu fólki og koma ábendingum sínum beint á framfæri við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þetta er einstakt tækifæri til að hjálpa til við að bæta stefnu Evrópu í loftslagsmálum og hafa áhrif tillögur ESB á COP26 – United Nations Climate Change Conference.
Fyrirvarinn er stuttur við verðum að fá skráningar í síðasta lagi sunnudaginn 26. september.
Viðburðurinn mun svo fara fram sem tveir netfundir 1. og 12. október næstkomandi.
European Fellowship var eitt þeirra félaga sem hafði veg og vanda að því að koma þessum viðburði á laggirnar. Það tók þó sinn tíma að fá samþykki frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og því er fyrirvarinn ekki lengri.
Endilega hafið samband við Jónínu Sif (joninasif@aeskth.is) hjá ÆSKÞ hið fyrsta ef þið hafið áhuga á þátttöku!