Nú styttist heldur betur í þennan merkilega viðburð. Við hjá ÆSKÞ hlökkum mikið til að láta á það reyna að halda Landsmót á netinu. Mótið verður með eins hefðbundnu sniði og hægt er miðað við aðstæður.
Mótið hefst kl 11:00 og mun Sr. Agnes M. Sigurðardóttir Biskup Íslands setja mótið. Að því loknu mun Sr. Sindri Geir vera með áhugaverða og skemmtilega fræðslu. Eftir fræðsluna munum við láta reyna á hópastarf yfir netið og síðan verður GooseChase keppni.
Klukkan 16:00 mun svo Spurningakeppni ÆSKÞ hefjast og eru verðlaun í boði fyrir stigahæsta keppandann. Eftir hana verður verðlauna afhending og æskulýðsvaka áður en þeir bræður Jón Jónsson og Friðrik Dór taka við. Mótinu mun svo ljúka á helgistund um kl 18:00.