Undirbúningur fyrir árlegt Landsmót ÆSKÞ gengur vel, mótið mun að óbreyttu fara fram helgina 30. okt – 1. nóv. á Sauðárkróki. Við vonum að hertari sóttvarnaraðgerðir nú í ágúst muni gera það að verkum að lítið verði um smit í samfélaginu í október lok og því verði hægt að halda landsmót. Við höfum verið í sambandi við almannavarnir og landlækni og munum halda því samtali áfram fram að móti.
Það er mikil vinna sem býr að baki Landsmóti enda er um mikilvægan viðburð að ræða. Við leggjum okkur fram um að undirbúa skemmtilegt og uppbyggjandi mót og munum að sjálfssögðu hafa sóttvarnir í hávegum. Það væri mjög gott að þeir leiðtogar sem hyggjast fara á landsmót láti okkur vita tímanlega, þó endanlegar fjöldatölur komi seinna, síðasti skráningardagur er 4.okt.
Nú eru komnar upplýsingar inn á heimasíðuna undir liðnum landsmót, vinsamlegast skoðið þær vel. Við hlökkum til að taka á móti æskulýðsfélögunum og vonum að við getum átt gott mót saman á Sauðárkróki.