Vegna Covid-19

Þessi síða mun verða uppfærð eftir því sem nær dregur móti og nýjar upplýsingar bætast við

Það hefur að sjálfsögðu ekki farið framhjá neinum að heimsfaraldur geisar um þessar mundir, slíkt flækir að sjálfsöðu að einhverju leiti skipulagningu fjöldaviðburðar eins og Landsmóts ÆSKÞ. Við erum samt sem áður bjartsýn að nýlegar ferðatakmarkanir til landsins muni gera það að verkum að í lok október þegar áætlað er að mótið fari fram verði lítið um smit í samfélaginu.

Við munum að sjálfsögðu fylgja öllum settum reglum um fjölda og fjarlægðir og verður mótið einungis haldið ef ljóst er við getum framfylgt þeim skilyrðum sem stjórnvöld setja hverju sinni.

Við undirbúning á mótinu verðum við í reglulegu sambandi við Almannavarnir og almannavarnarráð á svæðinu.

Fari svo að fella þurfi niður mótið verður það auglýst og þátttakendur fá að fullu endurgreitt.

ÆSKÞ mun í samstarfi við Almannavarnir birta sérstaka viðbragðsáætlun um aðgerðir komi upp smit eða grunur um smit á mótinu.

4.9.20 póstur frá landlæknisembættinu. Samkvæmt nýjustu reglugerð er ykkur óhætt að hafa æskulýðsmót en ekki mega vera fleiri en 200 fullorðnir (fæddir 2004) og fyrr í sama rými og þessi sami aldur þarf að virða 1 metra reglu um nándarmörk

Grímuskylda er í rútum ef ferð tekur lengri tíma en 30 mín fyrir þá sem eru fæddir 2004 og fyrr.

Best ef hvert æskulýðsfélag getur verið út af fyrir sig í rými og setið saman við borð í matsal.

 

***ný reglugerð er væntanleg 27. sept***