ÆSKÞ er aðili að European fellowship of Christian youth. Samtökin standa að námskeiðum og viðburðum fyrir æskulýðsleiðtoga auk þess að tengja saman æskulýðshópa héðan og þaðan frá Evrópu. Hér á síðunni má finna upplýsingar um alþjóðleg leiðtoganámskeið og upplýsingar um vætanleg æskulýðsmót erlendis.
ÆSKÞ er aðili að European fellowship of Christian youth. Samtökin standa að námskeiðum og viðburðum fyrir æskulýðsleiðtoga auk þess að tengja saman æskulýðshópa héðan og þaðan frá Evrópu.
Í janúar ár hvert er haldið námskeið sem heitir BE1 -Ecumenical Course sem er hugsað fyrir æskulýðsleiðtoga, djákna og presta og um páskana fer fram Easter Course sem er skemmtileg leiðtoganámskeið.
Að taka þátt í erlendum námskeiðum er frábrær leið til þess að kynnast nýju fólki, hugmyndum og eflast í starfi. Það eflir starfið án efa heima í söfnuði ef leiðtogarnir eru duglegir að sækja sér endurmenntun heima og erlendis.
—
Easter Course 2024
Við leitum að 4 fulltrúum á aldrinum 18 – 25 ára til að taka þátt í mjög áhugaverðu og spennandi námskeiði. Ein vika af frábærri skemmtun, námi og leikjum í Transilvanyu í Rúmeníu dagana 23. – 30. mars.
Námskeiðið er byggt upp í kringum meginefni átaka- og umbreytinga. Þá verður hver dagur tileinkaður geðheilbrigði og mismunun. Fræðslu og umræðum verður stjórnað af sérfæðingum. Gestafyrirlesari er Dr. Diana Lupean.
Markmið námskeiðisins er að kenna leiðtogum að takast á við ýmsar breytingar á friðsamlegan og heilbrigðan hátt bæði í einkalífi og starfi. Eftir námskeiðið verður leiðtoginn enn færari um að takast á við krefjandi verkefni og ýmsar áskoranir. Í boði verður hópefli, leikir, borgarferð og parý. Von er á um 70 þátttakendum og leiðbeinendum frá fjölda Evrópulanda. Þátttakendur koma frá ýmsum söfnuðum og því er sannarlega um samkirkjulegan viðburð að ræða.
Þátttaka í viðburði sem þessum gefur einstakt tækifæri til að kynnast nýju fólki og læra af öðrum. Þarna verða samankomnir einstaklingar með mikla reynslu af barna- og unglingastarfi og því hægt að deila upplýsingum, verkefnum, leikjum, erfiðleikum og því sem virkar vel á hverjum stað fyrir sig sem er ómetanlegt.
Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2024. Áhugasamir vinsamlega sendi póst á solveig@aeskth.is (Sólveig Franklínsdóttir, framkvæmdastjóri) eða mani2000@simnet.is (Ásmundur Máni Þorsteinsson, 2. tengiliður EF).
2023
Polku-leiri
Júlí í Finnlandi
Alþjóðlegt ungmenna- og fjölskyldumót í Finnlandi. Frábær viðburður sem hentar getur bæði æskulýðsfélögum, vinahópum eða fjölskyldum. Polku-leiri er tjaldmót fyrir æskulýðsfélög með þátttakendur á öllum aldri. Mótið fer fram í Keuruu, á bökkum Pohjoisjärvi vatns. Svæðið hefur upp á mikið að bjóða og dagskráin er metnaðarfull.
Mótið fer fram dagana Finnlandi og er haldið af Nuori kirkko ry / Æskulýðssambandi Finnsku kirkjunnar. En þau eru líkt og ÆSKÞ meðlimir í European Fellowship.
FDF national camp 2023
FDF stefnir á 10.000 manna æskulýðsmót í Skanderborgar skóginum í júlí 2023. Það verður mjög fjölbreytt dagskrá fyrir þátttakendur frá 9 -19 ára. Mismunandi dagskrá er í boði fyrir hvern aldurs flokk og því ljóst að allir munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þetta mót gæti verið frábært til að ljúka t.d. TTT starfinu eða til að hefja fermingarfræðsluna með stæl!
Endilega setjið ykkur í samband við joninasif@aeskth.is fyrir frekari upplýsingar!
Barcelona City Challenge í nóvember
Helgina 3-5. nóvember mun fara fram spennandi viðburður á vegum FDF (Dönsk samtök) í Barcelona á Spáni. Viðburðurinn er hugsaður fyrir 4-7 manna lið á aldrinum 15-25 ára. Viðburðurinn er einskonar lifandi blanda af escape room og spili þar sem ferðast er um borgina og ýmiskonar verkefni leyst.
Hér er nánari lýsing á viðburðinum:
During the weekend there will be challenges which will test your teamwork, logic, flexibility, agility and communication skills. Do not fall into the trap of thinking that this competition can be easily won by your vast experience. There are challenges that will defy what you know, and think is possible in Barcelona. One thing you will not need is luck! Nothing is down to luck! Its purely down to your performance, skill navigating the city and cohesion as a team.
Þátttakendur verða að geta tjáð sig á ensku og vera opin fyrir nýrri reynslu og taka virkan þátt í hópastarfi. Hvert lið þarf að hafa leiðtoga sem er 18+ (ath ekkert eframark). Liðin skulu innihalda 4-7 að leiðtoga meðtöldum.
Ekki er búið að gefa út þátttökugjald en það hefur alltaf verið mjög hóflegt og felur í sér allan kostnað við ferðalög innan Barcelona, fæði og húsnæði yfir helgina. Þátttakendur þurfa sjálfir að greiða fyrir að koma sér á staðinn.
Þeir sem hafa hug á að skrá sig eru vinsamlegst beðnir um að láta framkvæmdastjóra ÆSKÞ vita með því að senda tölvupóst á joninasif@aeskth.is