Landsmóti 2019 er nú lokið. Gekk mótið frábærlega og voru þátttakendur og leiðtogar til fyrirmyndar. Mótsnefnd vill þakka öllum sem komu á mótið eða tóku á einhvern þátt í undirbúningi og skipulagningu kærlega fyrir samvinnuna og samveruna.

Við höfum þegar hafið undirbúning og skipulagningu fyrir landsmót 2020, en það verður haldið á Sauðárkróki. Þeir sem hafa ábendingar eða vilja leggja eitthvað af mörkum í tengslum við það endilega hafið samband.

Þá er hægt að nálgast óskilamuni í Neskirkju, en áður en þið mætið á svæðið er best að kíkja á myndir af því sem við höfum: Óskilamunir 2019 og senda póst á joninasif@aeskth.is til að ganga úr skugga um að einhver geti tekið á móti ykkur.