Kæru leiðtogar og prestar,
Fyrstu helgina í Júní verður haldið lítið sumarmót á vegum ÆSKÞ á Úlfljótsvatni. Dagskráin fer að mestu fram laugardaginn 2. júní en þá verður boðið upp á bogfimi, vatnasafarí, þrautabraut, leiki, báta, varðeld og kvöldvöku.
Tjaldsvæði verður frátekið fyrir okkur frá 1. Júní – 3. Júní, fyrir þá sem vilja koma og tjalda, ef ekki er áhugi fyrir slíku er dagsferð á laugardegi líka góður kostur.
Mótsetning verður klukkan 10:00 á laugardag. ÆSKÞ mun sjá um hádegismat á laugardag, en sameiginlegt grill þar sem allir koma með sitt veður bæði á föstudags og laugardagskvöldi.
Við hvetjum ykkur til að bjóða fermingarbörnum að koma og eiga skemmtilega helgi saman og slá þannig botninn í starf vetrarins. Þá er líka í boði að bjóða elstu börnunum í TTT með á mótið ss þau sem byrja í fermingarfræðslu í haust.
Sömu reglur gilda á þessu móti sem og á landsmóti. Einn leiðtoga (18 ára og eldri) þarf fyrir hverja 7 þátttakendur. Við viljum einnig ítreka að þrátt fyrir að um útilegu sé að ræða er meðferð og neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er óheimil. Sama gildir um rafrettur. Foreldrar og yngri systkini sem vilja koma með og tjalda á svæðinu eru velkomnir. Þátttakendur eru á ábyrgð leiðtoga.
Mótsgjald er 1500 krónur á mann. Skráning þarf að berast til skraning@aeskth.isfyrir 28. maí. Í skráningunni þarf að koma fram fjöldi þátttakanda og aldur, leiðtoga og foreldra/systkina. Þá viljum við líka vita hvort viðkomandi vilji vera alla helgina, hluta úr henni eða bara í dagsferð.