Nú er aðalfundur ÆSKÞ 2018 yfirstaðinn. Fundurinn var vel setinn og mikil virkni fundargesta einkenndi hann. Á fundinum þurfti að kjósa um ritara til tveggja ára og hlaut Daníel Ágúst kosningu. Einnig voru kosnir tveir meðstjórnendur til tveggja ára og hlutu þau Ása Laufey Sæmundsdóttir og Sigurður Óskar Óskarsson kosningu.
Jafnframt voru fimm varamenn kosnir til setu í stjórn ÆSKÞ: Jens Elí Gunnarsson, Hjalti Jón Sverrisson, Berglind Hönnudóttir, Margrét Heba Atladóttir og Sóley Adda Egilsdóttir.
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir: Magnús Magnússon og Guðmundur Karl Einarsson.
Sjaldan hafa jafn margir gefið kost á sér til setu í stjórn ÆSKÞ og í ár og er virkilega jákvætt að finna hve margir hafa áhuga á að leggja ÆSKÞ lið. Það eru mörg spennandi verkefni framundan og greinilega hugur í fundar gestum að láta hendur standa fram úr ermum.
Á sama tíma og við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa þá þökkum við fráfarandi stjórn fyrir frábært starf.