Nú um síðastliðna helgi fór fram landsmót ÆSKÞ. Mótið heppnaðist í alla staði ákaflega vel. Þátttakendur voru til fyrirmyndar og sérstaklega má hrósa þeim fyrir góða umgengni og vikra þátttöku á mótinu.
Kirkjan er líka ákaflega heppin með leiðtogana sem hafa valið sér starf með unglingunum. Leiðtogar sem eru alltaf tilbúnir til að leggja til hönd og hjálpa bæði hópnum sínum og hóp annarra leiðtoga á sama tíma og allir leggjast á eitt að gera mótið að frábærri stund fyrir þá sem þanngað leggja leið sína.
Á dagskrá voru liðir eins og sundlaugapartý, messy church, MIP, spil, lofgjörðarstundir, hæfileikakeppni, hvíslhorn, kvöldvökur, ball og messa. Tónlistarhópurinn Sálmari sá um kvöldvökurnar og tónlist í messunni.
Landsmót væri ekki framkvæmanlegt ef ekki væri fyrir velvilja kirkjunnar, leiðtoga, sjálfboðaliða sem og bæjarstjórna víða um land sem ávalt taka vel á móti okkur.
Við hlökkum til næsta landsmóts sem verður á Egilsstöðum 2018.