Aðalfundur Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar var haldinn 1. mars síðast liðinn. Fyrir fundinum lágu hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrslur formanns, framkvæmdastjóra og landsmótsstjóra voru kynntar. Guðmundur Karl fór svo yfir ársreikningana og kynnti fjárhagsáætlun sambandsins, að því loknu var starfsáætlun næsta árs kunngjörð.
Þá var einnig komið að því að kjósa formann og gjaldkera til tveggja ára, auk þess sem kosið var um ritara til eins árs, þar sem Þórunn Harðardóttir sá sér ekki fært að halda áfram sem ritari. Að venju var svo einnig kosið um fimm varamenn til eins árs og skoðunarmenn reikninga.
Eva Björk Valdimarsdóttir var kjörin formaður, Ása Laufey Sæmundsdóttir ritari og Katrín Helga Ágústsdóttir gjaldkeri. Kjörnir varamenn voru: Bryndís Valbjarnardóttir, Daníel Ágúst Gautason, Guðmundur Karl Einarsson og Bjarni Heiðar Jóhannsson. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Magnús Magnússon og Stefán Már Gunnlaugsson.
Stjórn ÆSKÞ þakkar öllum sem mættu á fundinn fyrir komuna og sitt innlegg á fundinum. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs á nýju starfsári!