jonina_sifStjórn ÆSKÞ hefur ráðið Jónínu Sif Eyþórsdóttur í starf framkvæmdastjóra sambandsins frá og með 1. febrúar 2016. Jónína Sif hefur meðal annars starfað sem æskulýðsleiðtogi í Hjallakirkju og Digraneskirkju síðan 2003, verið skólastjóri Farskóla leiðtogaefna, formaður ÆSKR og verið forseti Kirkjuþings unga fólksins. Starf framkvæmdastjóra er 50% staða en Jónína Sif rekur einnig hestaleiguna Reiðtúr.is.

Um leið og við bjóðum Jónínu Sif velkomna þökkum við Rakel Brynjólfsdóttur fyrir vel unnin störf en Rakel sinnti starfi framkvæmdastjóra frá 15. september sl. þegar Eva Björk Valdimarsdóttir lét af störfum.

Í lok stjórnarfundar í gær, 27. janúar, tilkynnti sr. Sigurvin Lárus Jónsson afsögn sína sem formaður en Sigurvin flytur flytur til Árósa í Danmörku nú helgina þar sem hann mun dvelja næstu þrjú árin við doktorsnám. Þórunn Harðardóttir, ritari stjórnar, hefur tekið við sem formaður og sr. Bryndís Valbjarnardóttir, varamaður í stjórn, tekur nú sæti meðstjórnanda.