Hæfileikakeppnin er af mörgum talin einn af hápunktum landsmóts enda hefur keppnin vaxið mikið síðastliðin ár. Við hvetjum sem flest (helst öll) félög til þess að taka virkan þátt í keppninni og skrá skemmtileg atriði til leiks. Atriðið má vera söngur, dans, leikrit, ljóð…eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.
Síðasti skráningardagur er 16.október
Sigurður Óskar Óskarsson heldur utan um skipulag keppninnar í ár. Ef einhverjar spurningar eru má hafa samband við hann í síma: 661-6168 og hann mun aðstoða ykkur. Smelltu hér fyrir allar nánari upplýsingar.
Dómnefnd
Við höfum sett saman glæsilega dómnefnd fyrir keppnina í ár og skartar hún meðal annars Eurovision sérfræðing sem kemur á Landsmót alla leið frá Bretlandi.
Eva Björk Valdimarsdóttir
Kristján Ágúst Kjartansson
Vaughan Staples
[column_break]