Ágætu leiðtogar
Nú hef ég sent öllum skráningaraðilum rafræna kröfu vegna staðfestingargjalda Landsmóts. Staðfestingargjald er 7.000 kr á hvern þátttakanda og er það óafturkræft. Skráning hóps telst ekki staðfest fyrr en staðfestingargjöld hafa verið greidd.
Næsta skref hjá okkur í Landsmótsnefnd er að skipuleggja rútuferðir, panta sæti í Herjólfi, skipuleggja gistingu og hópastarf, panta mat fyrir hópinn og fleira sem þarf að undirbúa. Mótsgestir eru 665 talsins og því mikil skipulagning framundan.
Strax á mánudag munum við senda frá okkur nánari upplýsingar um mótið.