Nú er skráningu á landsmót ÆSKÞ 2015 lokið. Landsmótsnefnd er þessa dagana á fullu að skipuleggja mótið og við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll í Vestmannaeyjum innan skamms.
Skimun leiðtoga, presta og djákna
ÆSKÞ gerir þá kröfu að allir leiðtogar og sjálfboðaliðar sem koma á landsmót hafi farið í gegnum skimun, þ.e.a.s að búið sé að kanna ákveðin atriði varðandi sakavottorð í samræmi við siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar. Það er á ábyrgð kirkju viðkomandi hóps að slík skimun hafi farið fram.
Það þarf að senda undirritaðar heimildir til biskupsstofu ekki seinna en viku fyrir landsmót svo að svar sé komið í hús 23.október. Dagsetning á skimunarblaðinu má ekki vera eldri en tveggja til þriggja mánaða. Sækja þarf um skimun á hverju ári en hver skimun gildir í 6 mánuði.