Aðalfundur ÆSKÞ verður haldinn í Neskirkju miðvikudaginn 4.mars kl 17:00.
Við hvetjum aðildarfélög til að senda fulltrúa sína og taka með virkum hætti þátt í starfi sambandsins.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kjörgengi og atkvæðisrétt hafa allir virkir þátttakendur í starfi aðildarfélaga. Virkur þátttakandi telst hver sá sem er á fjórtánda aldursári eða eldri og tekur þátt í starfi eins af aðildarfélögum ÆSKÞ. Hvert aðildarfélag sem greitt hefur félagsgjöld hefur tvö atkvæði. Starf ÆSKÞ er fjölbreytt og nær til breiðs aldurshóps, hvetjum við því allar sóknir og félög til að gerast aðilar að ÆSKÞ. Málfrelsi og tillögurétt hafa allir þeir sem aðalfund sækja.
Á fundinum verður boðið upp á kvöldverð.
Fullrúar félaga sem þurfa að ferðast á fundinn um langan veg geta sótt um styrk. Unnt er að sækja um styrkinn með því að senda póst á aeskth@aeskth.is.