Landsmót ÆSKÞ á Selfossi 20. – 22. október 2017

>> Smelltu hér til að sjá helstu dagsetningar og leiðbeiningar

Skráning

Skráning á Landsmót fer fram á vefnum á skraning.aeskth.is. Skráningu lýkur 29. september 2017.

skraning@aeskth.is

Mótsgjald

Mótsgjald er 21.900 kr á mann fyrir aðildarfélög ÆSKÞ en 24.900 kr fyrir aðra. Við skráningu þarf að greiða 9.000 kr óafturkræft staðfestingargjald og svo afganginn af mótsgjaldinu fyrir mótið.

Nánar um mótsgjöld

Póstlisti

Allar upplýsingar um mótið eru sendar út á póstlista ÆSKÞ. Smelltu hér til þess að skrá þig á listann.

Nýjustu fréttir

ÆSKÞ tekur þátt í Gleðigöngunni 2024

Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) vill draga úr fordómum gegn hinsegin fólki sem stundum eru byggðir á kristinni trú. Við teljum að ekki sé hægt að finna grundvöll fyrir því að fordæma sambönd hinsegin para í Biblíunni. [...]

18. Aðalfundur 8. maí 2024

Ársreikningur ÆSKÞ 2023 Fjarhagsaætlun 2024_pdf Biðreikningur 31.12.23 Skuldunautar 31.12.23 Starfsáætlun Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar_fyrir_2024 SKÝRSLA FRAMKVÆMDASTJÓRA_2023_SF

Landsmótsstjóri

Ása Laufey Sæmundsdóttir
Netfang: landsmot@aeskth.is
Sími: 869 9659

Framkvæmdastjóri ÆSKÞ

Jónína Sif Eyþórsdóttir
Netfang: joninasif@aeskth.is
Sími: 661-8485

Hæfileikakeppni

Eins og áður verður hæfileikakeppnin á sínum stað á mótinu. Við erum þó alltaf að leita leiða til þess að gera gott betra og ætlum því að prófa nýja nálgun í ár. Æskulýðsfélög sem ætla að taka þátt í keppninni þurfa að senda inn myndband fyrir 2. október. Sérstök dómnefnd mun svo fara yfir öll innsend myndbönd og velja fimm bestu atriðin sem munu svo keppa á mótinu sjálfu. Þar verður stigagjöfin eins og áður, þ.e. dómnefnd sem hefur 50% vægi og atkvæði allra æskulýðsfélaganna með 50% vægi.

Eins og áður gildir að hvert atriði má vera í mesta lagi 3 mínútur að lengd.

Lesa nánar um hæfileikakeppnina.

Mótsgjöld

22503761598_6bf4cd0360_oÞað er dýrt að halda eitt stykki Landsmót og að mörgu að hyggja. Markmið ÆSKÞ hefur verið að reyna að halda mótsgjöldum eins lágum og mögulega er hægt til þess að sem flestir hafi möguleika á að koma. Fram á síðasta dag vinna framkvæmdastjóri og landsmótsstjóri að því að afla styrkja svo mótið geti gengið upp.

Mótsgjald er 21.900 kr/mann fyrir félög innan ÆSKÞ en 24.900 kr/mann fyrir félög utan ÆSKÞ. Greitt er mótsgjald fyrir bæði þátttakendur og leiðtoga. Af mótsgjaldinu er staðfestingargjald 9.000 kr/mann og er það óafturkræft. Það þýðir að jafnvel þó viðkomandi mæti ekki á mótið fær hann staðfestingargjaldið ekki endurgreitt.

Þátttakendur greiða venjulega sínum leiðtoga staðfestingargjaldið við skráningu á mótið. ÆSKÞ sendir svo kirkjunni reikning fyrir mótsgjaldinu. Rétt fyrir mótið greiða þátttakendur svo leiðtoganum sínum afganginn af mótsgjaldinu. Strax að móti loknu sendir ÆSKÞ svo kirkjunni reikning fyrir mótsgjöldum þeirra sem mættu auk mótsgjalda leiðtoga. Mikilvægt er að greiða reikningna strax því ÆSKÞ þarf að standa straum af reikningum við mótið s.s. rútum, gistingu, mat, tæknimálum o.fl.

Hér má lesa meira um greiðslur mótsgjalda.