Helgileikur fyrir börn og unglinga. Tveir lesarar og 5-10 leikendur. Mikilvægt er að lesarar gefi leikendum tíma til að framkvæma hreyfingarnar og fylgist vel með.
Lesari 1: Jörðin er heimili okkar (haldast í hendur í hálfhring)
Lesari 2: Öll erum við sköpuð í Guðs mynd
Lesari 1: Höfum tilfinningar (setja hendur á hjarta)
Lesari 2: Vonir (horfa til himins)
Lesari 1: Væntingar (kreppa hnefann, lyfta höndum og horfa fram)
Lesari 2: Við höfum hendur (lyfta höndum og veifa)
Lesari 1: Hendur til að halda utan um (halda utan um handleggi í kross)
Lesari 2: Hendur til að tala með (táknmál)
Lesari 1: Hendur til að heilsa með (heilsast)
Lesari 2: Hendur til að faðma (faðmast)
Lesari 1: Hendur til að rétta hjálparhönd (rétta hendur fram og láta lófa vísa upp)
Lesari 2: Hungraður var ég, (einn gengur fram og heldur um magan með eymdarsvip)
Lesari 1: og þér gáfuð mér að borða (annar gengur fram og réttir honum mat)
Lesari 2: Þyrstur var ég, (einn gengur fram með tóman bolla og er ómótt á svipinn)
Lesari 1: og þér gáfuð mér að drekka (annar gengur fram og hellir vatni í glasið)
Lesari 2: Gestur var ég, (einn gengur fram og horfir umkomulaus í kringum sig, sest niður)
Lesari 1: og þér hýstuð mig (2-4 búa til skjól yfir hann)
Lesari 2: Nakinn (einn gengur fram og heldurutan um sig, eins og honum sé kalt)
Lesari 1: og þér klædduð mig (tveir ganga fram og klæða hann í úlpu)
Lesari 2: Sjúkur (einn gengur fram og leggst niður, þjáður af kvölum)
Lesari 1: og þér vitjuðuð mín (einn gengur fram sest við hlið hans og snertir hann eða strýkur)
Lesari 2: Í fangelsi var ég, (4 mynda vegg með bili á milli í kringum – eins og rimlar – einn sem situr á gólfinu)
Lesari 1: og þér komuð til mín. (einn kemur og réttir fram hönd milli hinna – rimlanna)
Lesari 2: Við erum öll systkini (haldast í hendur hálfhring)
Lesari 1: Hver sem við erum
Lesari 2: Hvar sem við búum
Lesari 1: Íslandi, Darfúr,
Lesari 2: Noregi, Írak
Lesari 1: Grænlandi eða Sómalíu
Lesari 2: Búum við saman á þessari jörð
Lesari 1: Þess vegna réttum við hvert öðru hjálparhönd (rétta fram hendur og lófar snúa upp)
Lesari 2: Hönd til að styðja (setja hendur undir axlir hvers annars)
Lesari 1: Hönd til að aðstoða (lyfta höndum upp og veifa)
Lesari 2: Hönd til að styrkja (strjúka hvert öðru)
Lesari 1: Hönd til að hjálpa (láta einn þykjast við að lyfta einhverju þungu og síðan hjálpa hinir – og tekst það þegar þeir lyfta höndum upp yfir höfuð)’
Lesari 2:Við erum öll eitt (halda um axlir hvers annars)
Lesari 1: Vegna þess að Jesús sagði:
Allir: Það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.
Höfundur Stefán Már Gunnlaugsson, 2007