Snjókast
Skiptið í tvö lið, byrjað er á því að byggja virki. Þegar því er lokið hefst snjókastið, enginn verður úr, haldið áfram þar til krakkarnir gefast upp á látunum. Bannað er að kasta í andlit og negla grjóthörðum kúlum. Þeir sterkustu eiga að kasta með vinstri.
Ruslapokarallý
Kaupið svarta ruslapoka og labbið út að næstu brekku. Einstaklingskeppni fer þannig fram að tveir og tveir keppa og sá sem er á undan niður brekkuna kemst áfram í næsta riðil. Það er hægt að komast mjög hratt, og er ekkert smá gaman.
Sr. Sjöfn Þór Müller tók leikina saman og hefur góðfúslega veitt leyfi sitt til birtingar.