Öðruvísi skotbolti
Hafið til 3-5 mjúka bolta. (fer eftir hve margir krakkar eru með) Krakkarnir stilla sér upp við vegg. Boltarnir eru settir í miðjuna. Leikurinn hefst og þá eiga krakkarnir að reyna að ná sér í bolta og skjóta einhvern úr. Sá sem er úr sest á gólfið og er þar þar til leikurinn er búinn. Það má ekki hlaupa með boltann, ef einhver gerir það þá er sá hinn sami úr. Ef einhver kastar og boltinn er gripinn þá er sá sem kastaði úr. Eina leiðin til þess að hreyfa sig með boltann er að rúlla honum eftir gólfinu með höndunum. Þessi leikur tekur yfirleitt stuttan tíma og því er gaman að spila hann nokkrum sinnum. Öðruvísi fótbolti: Skiptið hópnum í þrjú lið og hafið þrjá litla mjúka bolta og þrjú mörk. Spilið svo fótbolta eins með fótboltareglum nema hvað það er hægt að skora á 3 mörk með 3 boltum. Gott er að telja frekar mörkin sem hvert lið fær á sig en mörkin sem hvert lið skorar. Það lið vinnur sem fær fæst mörk skoruð á sig.
Stinger
Í þessum leik er mikill hraði og gaman, allir geta verið með. Það er um að gera að hafa ekki of langt í ruslakörfuna til þess að allir geti haft gaman að þessum leik. Það þarf enga íþróttakunnáttu til að geta verið með. Hentar vel fyrir alla aldurshópa. Hér er á ferðinni afbrigði af körfuboltaleiknum Stinger, þið þurfið að nota tvo litla mjúka bolta og ruslafötu.. Látið krakkana raða sér upp í röð fyrir aftan ákveðna línu. Setjið ruslafötu hæfilega langt frá. Markmiðið er að vera á undan þeim sem er á undan manni í röðinni að hitta í ruslafötuna. Fremsti maður kastar boltanum, um leið og hann hefur sleppt boltanum má sá sem er númmer tvö kasta. Ef númer tvö er á undan númer eitt að hitta í ruslið er númer eitt úr leik. Ef númer eitt er á undan þá hleypur hann aftast í röðina. Hvort sem númer eitt er úr eða ekki verður hann að koma boltanum snarlega til númer þrjú þegar hann hefur hitt í ruslið (eða er úr) svo númmer þrjú geti reynt að vera á undan númer tvö að hitta í ruslið. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til allir eru úr nema einn.
Flugnaspaða og borðtenniskúlubandý
Hér er bara um að ræða bandý með flugnaspöðum og borðtenniskúlum. Má slá í rassinn á andstæðingunum, má skoppa og rúlla en ekki meiða auðvitað. Skipt í tvö lið og liðin eiga að reyn að vinna með því að skora mörk.